Fleiri fréttir

Ekki ánægðir með skróp Woods og McIlroy

Aðalstyrktaraðili WGC-HSBC-golfmótsins í Kína hefur gagnrýnt kylfinganna Rory McIlroy og Tiger Woods fyrir að skrópa á mótið en það hjálpar ekki að til að ýta undir áhuga á golfmótinu þegar tveir efstu menn á heimslistanum láta ekki sjá sig.

Hanson skákaði McIlroy

Svíinn Peter Hanson gerði sér lítið fyrir og vann BMW-meistaramótið í golfi sem fram fór í Shanghai. Hann háði æsispennandi baráttu við efsta mann heimslistans, Rory McIlroy, og hafði betur.

Undrið með hanskana

Tommy Gainey er enginn venjulegur golfari. Hann er sjálflærður, hefur mjög óvenjulega sveiflu og notar tvenna þykka hanska sem eru ætlaðir fyrir golf í rigningu. Gainey er sönnun þess að allt er hægt í íþróttum.

Yao Ming snýr sér að golfinu - risavaxið verkefni bíður hans

Yao Ming, sem var á sínum tíma einn þekktasti körfuknattleiksmaður heims, hefur snúið sér að golfíþróttinni. Og verkefnið sem bíður hans er risavaxið ef marka má myndbandsupptökur af kappanum á góðgerðamóti sem fram fór nýverið í heimalandi hans – Kína. Ming er 2.29 m. á hæð og er hann í hópi þeirra allra hávöxnustu sem leikið hafa í NBA deildinni en hann hætti sem atvinnumaður í júlí 2011 vegna meiðsla.

Birgir Leifur er enn með í baráttunni að komast á PGA mótaröðina

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, náði að komast í gegnum 1. stigið af alls þremur á úrtökumótinu fyrir bandarísku PGA mótaröðina í golfi. Birgir Leifur endaði í 16.- 18. sæti á Lake Caroline golfvallarsvæðinu í Mississippi á samtals 3 höggum undir pari vallar en þeir sem voru í 19. sæti sátu eftir með sárt ennið.

Birgir Leifur líklega úr leik

Ólíklegt er að kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson komist áfram á annað stig úrtókumótsins fyrir PGA-mótaröðina. Birgir stóð sig vel í dag og er jafn öðrum í 19. sæti en aðeins sextán efstu og jafnir komast áfram.

Birgir ekki dauður úr öllum æðum

Birgir Leifur Hafþórsson spilaði vel í dag á úrtökumótaröðinni fyrir PGA-mótaröðina. Birgir kom sér aftur í möguleika á að komast áfram.

Birgir Leifur í erfiðum málum

Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson á takmarkaða möguleika á því að komast áfram á úrtökumóti fyrir PGA-mótaröðina í Bandaríkjunum.

Mickelson reyndi við 123 milljóna kr. golfhögg á NFL leik | myndband

Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson reyndi sig við óvenjulegt golfhögg á mánudaginn þar sem að San Diego Chargers og Denver Broncos mættust í NFL deildinni. Mickelson fékk eina tilraun til þess að slá golbolta í skotmark af um 90 metra færi á fótboltavellinum. Og ef höggið heppnaðist ætlaði KPMG fyrirtækið að gefa 123 milljónir kr. sem góðgerðafélagið FirstBook nyti góðs af.

Jonas Blixt fagnaði sínum fyrsta sigri á PGA mótaröðinni

Sænski kylfingurinn Jonas Blixt landaði sínum fyrsta sigri á bandarísku PGA mótaröðinni í golfi í gærkvöld. Hinn 28 ára gamli Blixt stóð uppi sem sigurvegari á Frys.com meistaramótinu þar sem hann lék samtals á 16 höggum undir pari en hann er þriðji nýliðinn á mótaröðinni sem vinnur PGA mót á þessu tímabili. Með sigrinum tryggði Blixt sér keppnisrétt á PGA mótaröðinni út keppnistímabilið 2014 og hann fékk að auki 110 milljónir kr. í verðlaunafé fyrir sigurinn.

Justin Rose fyrsti "heimsmeistarinn" í golfi

Justin Rose tryggði sér sigur á World Golf Final mótinu í Tyrklandi með því að vinna Lee Westwood í úrslitaleik. Þetta er í fyrsta sinn sem svona mót fer fram í lok tímabilsins en þangað var boðið átta af bestu kylfingum heims.

Golf landsliðið lék vel í Tyrklandi

Íslenska karlalandsliðið í golfi stóð sig vel á heimsmeistaramótinu sem lauk i dag í Tyrklandi. Liðið hafnaði í 28. til 32. sæti á tveimur höggum yfir pari en alls tóku 72 þjóðir þátt í mótinu.

Phelps setti niður 50 metra pútt - myndband

Gulldrengurinn Michael Phelps er ekki bara góður í sundi. Hann er líka liðtækur golfari og setti niður algjörlega ótrúlegt pútt á Dunhill Links-mótinu sem fram fer í St. Andrews í Skotlandi.

Strákunum tókst ekki að klára leik fyrir myrkur

Íslenska karlalandsliðið í golfi sem skipað er þeim Axel Bóassyni GK, Haraldi Franklín Magnús GR og Rúnari Arnórssyni GK, náði ekki að ljúka leik í dag fyrir myrkur á öðrum hring á Heimsmeistaramóti áhugamanna í golfi sem fram fer í Antalya í Tyrklandi.

Axel lék best íslensku kylfinganna á fyrsta hring í Tyrklandi

Íslenska karlalandsliðið í golfi sem skipað er þeim Axel Bóassyni GK, Haraldi Franklín Magnús GR og Rúnari Arnórssyni GK, hefur leikið fyrsta hringinn af fjórum á Heimsmeistaramóti áhugamanna í golfi sem fram fer í Antalya í Tyrklandi.

Ísland endaði í 36. sæti á HM í golfi kvenna | Kórea varði titilinn

Íslenska kvennalandsliðið í golfi endaði í 36. sæti á heimsmeistaramóti áhugamanna sem lauk í Tyrklandi um helgina. Suður-Kórea fagnaði heimsmeistaratitlinum og varði þar með titilinn frá því í Argentínu fyrir tveimur árum. Kórea endaði samtals á 13 höggum undir pari, Þýskaland varð í öðru sæti á -10. Finnar og Ástralar deildu þriðja sætinu á -9. Ísland lék samtals á 29 höggum yfir pari.

Sjá næstu 50 fréttir