Fleiri fréttir Tiger Woods kylfingur ársins Tiger Woods hefur verið útnefndur kylfingur ársins á PGA mótaröðinni í golfi í níunda skipti á síðustu ellefu árum. Woods vann sjö titla á tímabilinu, þar af þrettánda stórmótið sitt. Hann er nú að undirbúa sig fyrir Forsetabikarinn sem hefst á fimmtudaginn. 26.9.2007 09:03 Tiger vill harðar refsingar Stjörnukylfingurinn Tiger Woods er ákafur talsmaður harðra refsinga fyrir kylfinga sem gerast sekir um ólöglega lyfjaneyslu. Alþjóða golfsambandið hefur ákveðið að leggja aukna áherslu á lyfjamál í golfinu í framtíðinni. 25.9.2007 13:15 Woods heldur sínu striki Tiger Woods er enn í forystu fyrir lokahringinn á Tour meistaramótinu í golfi sem fram fer á East Lake í Atlanta. Woods lék á sex höggum undir pari í dag, 64 höggum, og er því samtals á 19 höggum undir pari. Landi hans Mike Calcavecchia kemur næstur á 16 höggum undir pari. 15.9.2007 23:03 Tilrþif Tiger Woods skiluðu honum á toppinn Tiger Woods átti tvö sérstaklega minnisstæð tilþrif í dag þegar hann sveif á topp listans á Tour Championship-mótinu í Atlanta. Eftir að hafa byrjað annan hring rólega, með þremur pörum , náði hann fugli á þeirri fjórðu, en þá fór vélin í gang. 15.9.2007 12:39 Tiger vann í Illinois Hinn eini sanni Tiger Woods sigraði á PGA-stórmótinu í golfi sem lauk á Lemmont í Illinois í kvöld. Woods vann með tveggja högga mun en hann lék lokahringinn á 63 höggum eða átta undir pari og lauk keppni á 22 höggum undir pari. 9.9.2007 23:07 Nína og Haraldur stigameistarar Sjötta og síðasta stigamótið í Kaupþingsmótaröðinni í golfi fór fram í dag. Nína Björk Geirsdóttir úr GKj og Haraldur Hilmar Heimisson úr GR eru stigameistarar 2007. Fyrir mótið var Nína orðin stigameistari en Örn Ævar Hjartarson var efstur í karlaflokki. 9.9.2007 17:14 Tiger fær 6,5 milljarða frá Gatorade Stjörnukylfingurinn Tiger Woods er jafnan einn tekjuhæsti íþróttamaður heims og í dag var greint frá því að hann hefði undirritað auglýsingasamning við drykkjarvörufraleiðandann Gatorade fyrir litlar 100 milljónir dollara. Samningurinn er sagður til fimm ára og felur meðal annars í sér að framleiddur verður sérstakur drykkur í nafni kylfingsins. 7.9.2007 15:53 Byrd í forystu á BMW mótinu Jonathan Byrd hefur forystu eftir fyrsta hringinn á BMW meistaramótinu á PGA mótaröðinni eftir frábæran fyrsta hring þar sem hann lék á 64 höggum - 7 höggum undir pari. Englendingurinn Justin Rose og Kólumbíumaðurinn Camilo Villegas eru höggi á eftir honum og þar á eftir kemur Tiger Woods sem spilaði á 67 höggum. 7.9.2007 09:20 Birgir Leifur á fjórum yfir pari í dag Birgir Leifur Hafþórsson náði sér ekki á strik á fyrsta hringnum á Omega Masters mótinu sem fram fer í Sviss. Birgir var á einu höggi yfir pari eftir fyrstu níu holurnar, en lauk keppni á 75 höggum eða fjórum yfir nú eftir hádegið. Hann fékk þrjá fugla, fimm skolla og einn skramba á hringnum í dag og er í kring um 78. sætið. 6.9.2007 14:29 Mickelson sigraði á Deutsche Bank mótinu Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson landaði í gærkvöld sigri á Deutsche Bank mótinu á PGA mótaröðinni þegar hann lauk keppni á 16 höggum undir pari, tveimur höggum betur en Tiger Woods, Brett Wetterich og Arron Oberholser. Mickelson vann þarna sinn 32 sigur á PGA mótaröðinni og tryggði sigurinn með því að leika lokahringinn á 66 höggum. 4.9.2007 09:09 Sjá næstu 50 fréttir
Tiger Woods kylfingur ársins Tiger Woods hefur verið útnefndur kylfingur ársins á PGA mótaröðinni í golfi í níunda skipti á síðustu ellefu árum. Woods vann sjö titla á tímabilinu, þar af þrettánda stórmótið sitt. Hann er nú að undirbúa sig fyrir Forsetabikarinn sem hefst á fimmtudaginn. 26.9.2007 09:03
Tiger vill harðar refsingar Stjörnukylfingurinn Tiger Woods er ákafur talsmaður harðra refsinga fyrir kylfinga sem gerast sekir um ólöglega lyfjaneyslu. Alþjóða golfsambandið hefur ákveðið að leggja aukna áherslu á lyfjamál í golfinu í framtíðinni. 25.9.2007 13:15
Woods heldur sínu striki Tiger Woods er enn í forystu fyrir lokahringinn á Tour meistaramótinu í golfi sem fram fer á East Lake í Atlanta. Woods lék á sex höggum undir pari í dag, 64 höggum, og er því samtals á 19 höggum undir pari. Landi hans Mike Calcavecchia kemur næstur á 16 höggum undir pari. 15.9.2007 23:03
Tilrþif Tiger Woods skiluðu honum á toppinn Tiger Woods átti tvö sérstaklega minnisstæð tilþrif í dag þegar hann sveif á topp listans á Tour Championship-mótinu í Atlanta. Eftir að hafa byrjað annan hring rólega, með þremur pörum , náði hann fugli á þeirri fjórðu, en þá fór vélin í gang. 15.9.2007 12:39
Tiger vann í Illinois Hinn eini sanni Tiger Woods sigraði á PGA-stórmótinu í golfi sem lauk á Lemmont í Illinois í kvöld. Woods vann með tveggja högga mun en hann lék lokahringinn á 63 höggum eða átta undir pari og lauk keppni á 22 höggum undir pari. 9.9.2007 23:07
Nína og Haraldur stigameistarar Sjötta og síðasta stigamótið í Kaupþingsmótaröðinni í golfi fór fram í dag. Nína Björk Geirsdóttir úr GKj og Haraldur Hilmar Heimisson úr GR eru stigameistarar 2007. Fyrir mótið var Nína orðin stigameistari en Örn Ævar Hjartarson var efstur í karlaflokki. 9.9.2007 17:14
Tiger fær 6,5 milljarða frá Gatorade Stjörnukylfingurinn Tiger Woods er jafnan einn tekjuhæsti íþróttamaður heims og í dag var greint frá því að hann hefði undirritað auglýsingasamning við drykkjarvörufraleiðandann Gatorade fyrir litlar 100 milljónir dollara. Samningurinn er sagður til fimm ára og felur meðal annars í sér að framleiddur verður sérstakur drykkur í nafni kylfingsins. 7.9.2007 15:53
Byrd í forystu á BMW mótinu Jonathan Byrd hefur forystu eftir fyrsta hringinn á BMW meistaramótinu á PGA mótaröðinni eftir frábæran fyrsta hring þar sem hann lék á 64 höggum - 7 höggum undir pari. Englendingurinn Justin Rose og Kólumbíumaðurinn Camilo Villegas eru höggi á eftir honum og þar á eftir kemur Tiger Woods sem spilaði á 67 höggum. 7.9.2007 09:20
Birgir Leifur á fjórum yfir pari í dag Birgir Leifur Hafþórsson náði sér ekki á strik á fyrsta hringnum á Omega Masters mótinu sem fram fer í Sviss. Birgir var á einu höggi yfir pari eftir fyrstu níu holurnar, en lauk keppni á 75 höggum eða fjórum yfir nú eftir hádegið. Hann fékk þrjá fugla, fimm skolla og einn skramba á hringnum í dag og er í kring um 78. sætið. 6.9.2007 14:29
Mickelson sigraði á Deutsche Bank mótinu Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson landaði í gærkvöld sigri á Deutsche Bank mótinu á PGA mótaröðinni þegar hann lauk keppni á 16 höggum undir pari, tveimur höggum betur en Tiger Woods, Brett Wetterich og Arron Oberholser. Mickelson vann þarna sinn 32 sigur á PGA mótaröðinni og tryggði sigurinn með því að leika lokahringinn á 66 höggum. 4.9.2007 09:09
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn