Fleiri fréttir

Arenas hermir eftir LeBron

Þegar LeBron James ákvað að sýna Michael Jordan virðingu með því að skipta úr númerinu 23 í 6 átti hann ekki von á því að alræmdasti leikmaður deildarinnar, Gilbert Arenas, myndi fylgja í fótspor hans.

43 prósent karfanna hans Jón Orra á árinu 2010 hafa verið troðslur

Eins og fram kom í viðtali við Fannar Ólafsson, fyrirliða KR, á heimasíðu félagsins þá voru leikmenn KR-liðsins einstaklega duglegir að troða í síðasta leik liðsns. KR-ingar tróðu alls átta sinnum í þessum 96-72 sigri á Blikum en enginn tróð þó oftar en Jón Orri Kristjánsson.

Grindvíkingar sýna beint frá leik sínum í Hólminum í kvöld

Það verður stórleikur í Stykkishólmi í kvöld þegar heimamenn í Snæfelli taka á móti einu heitasta liði Iceland Express deildarinnar, Grindavík. Snæfell vann bikarúrslitaleik liðanna í dögunum en Grindavík hefur unnið sex deildarleiki í röð og rokið við það upp stigatöfluna.

Fannar Ólafsson: Átta troðslur hjá KR-liðinu í síðasta leik

Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, er í viðtali á heimasíðu KR fyrir leik liðsins á móti Stjörnunni í Garðabæ í kvöld en með sigri getur KR-liðið stigið stórt skref í átt að deildarmeistaratitlinum. KR er með tveggja stiga forskot á Keflavík en getur náð aftur fjögurra stiga forskoti í kvöld þegar aðeins fjögur stig eru eftir í pottinum.

NBA: Orlando Magic vann sinn sjöunda leik í röð

Orlando Magic er komið á mikið skrið í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann sinn sjöunda sigur í röð í nótt þegar liðið vann öruggan 111-82 sigur á meiðslahrjáðu liði Chicago Bulls.

Keflavík vann stórleikinn gegn Njarðvík

Keflavík vann Njarðvík 82-69 í Iceland Express-deildinni í kvöld. Staðan í hálfleik var 37-23 en Njarðvíkingar skoruðu aðeins fimm stig í öðrum leikhluta.

Heather besti leikmaðurinn og Ágúst besti þjálfarinn

Körfuknattleikssamband Íslands verðlaunaði í dag þá leikmenn Iceland Express deild kvenna sem stóðu sig best í seinni hluta deildarkeppninnar. Haukakonan Heather Ezell var valin besti leikmaðurinn og Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars, var valinn besti þjálfarinn.

NBA: Sigurganga Dallas heldur áfram - Boston tapaði

Dallas Mavericks vann í nótt sinn þrettánda leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta þegar liðið vann 96-87 sigur á New Jersey Nets á heimavelli. Dallas byrjaði illa og lenti mest 18 stigum undir en kom til baka og tryggði sér sigur á lélegasta liði deildarinnar.

Marion Jones í WNBA

Hin fallna frjálsíþróttastjarna, Marion Jones, er ekki af baki dottin og hefur nú komist á samning hjá Tulsa Shock í WNBA-deildinni.

Clippers búið að henda Dunleavy á götuna

Mike Dunleavy hefur verið rekinn sem framkvæmdastjóri Los Angeles Clippers í NBA-deildinni og hann hefur ekki enn hugmynd um hvað gerðist og af hverju hann var rekinn.

Fjórða sigurkarfa Kobe Bryant á árinu 2010 - myndband

Kobe Bryant tryggði Los Angeles Lakers enn einn sigurinn í nótt þegar hann skoraði sigurkörfuna í 109-107 sigri á Toronto Raptors. Þetta var sjötta sigurkarfa Kobe á tímabilinu þar af sú fjórða á árinu 2010.

Jakob fyrstur til að skora hundrað þrista á tímabilinu

Jakob Örn Sigurðarson er frábær þriggja stiga skytta og hann hefur heldur betur sannað það með Sundsvall Dragons í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í vetur. Jakob varð á dögunum fyrsti leikmaður sænsku deildarinnar til þess að brjóta hundrað þrista múrinn í vetur.

NBA: Sigurkarfa Kobe Bryant endaði þriggja leikja taprinu Laker

Kobe Bryant tryggði Los Angeles Lakers 109-107 sigur á Toronto Raptors í NBA-deildinni í körfubolta þegar hann skoraði sigurkörfu leiksins 1,9 sekúndum fyrir leikslok. Toronto-liðið var yfir stærsta hluta leiksins en Lakers-menn komu sterkir inn í fjórða leikhluta með Bryant í fararbroddi.

Bryndís í miklum stigaham í leikjunum á móti Snæfelli

Keflvíkingurinn Bryndís Guðmundsdóttir var nánast óstövandi í sigurleikjunum tveimur á móti Snæfelli í sex liða úrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna í körfubolta. Keflavík tryggði sér sæti í undanúrslitum með tveimur sigrum ekki síst þökk sé þess að Bryndís skoraði 34,5 stig að meðaltali í þeim.

Helena ekki bara deildarmeistari heldur líka leikmaður ársins

Helena Sverrisdóttir var í nótt valinn besti leikmaður Mountain West deildarinnar í bandaríska háskólakörfuboltanum og komst auk þess í lið ársins annað árið í röð. Einn liðsfélagi hennar í TCU var einnig í liði ársins og þjálfari hennar, Jeff Mittie, var kosinn þjálfari ársins.

NBA: Dallas Mavericks vann sinn tólfta sigurleik í röð

Dallas Mavericks vann í nótt sinn tólfta leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið vann 125-112 sigur á Minnesota Timberwolves. Cleveland Cavaliers vann tveggja stiga sigur á San Antonio Spurs þrátt fyrir að leika án stórstjörnunnar LeBron James.

Henning: Frábært að fá að spila á móti besta liðinu á Íslandi

Henning Henningsson, þjálfari Hauka, var kátur eftir 81-74 sigur Haukaliðsins á Grindavík í öðrum leik liðanna í sex liða úrslitum úrslitakeppninni Iceland Express deildar kvenna í körfubolta. Með sigrinum tryggði Haukaliðið sér sæti í undanúrslitunum.

Haukur Helgi búinn að ákveða að fara í Maryland

Körfuboltamaðurinn Haukur Helgi Pálsson hefur ákveðið að spila með einum af betri háskólaliðum í Bandaríkjunum næstu fjögur árin því hann hefur gert munnlegt samkomulag við Maryland-skólann. Það verður gengið verður frá öllum formlegum pappírsmálum í apríl. Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ.

Helena ísköld í lokaleiknum í deildinni og TCU tapaði

Helena Sverrisdóttir og félagar hennar í TCU töpuðu 70-65 á útivelli fyrir BYU-háskólanum í lokaleik sínum í deildarkeppni Mountain West deildarinnar um helgina. Helena var með 5 stig, 4 stoðsendingar og 2 stolna bolta í leiknum.

NBA: Þriðja tap Los Angeles Lakers liðsins í röð

Orlando Magic vann 96-94 sigur á Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í nótt sem þýddi að NBA-meistararnir töpuðu sínum þriðja leik í röð í fyrsta sinn síðan að þeir bættu við sig Pau Gasol.

NBA: Ellefu sigrar í röð hjá Dallas

Dallas Mavericks er á mikilli siglingu þessa dagana og í nótt vann liðið sinn ellefta leik í röð er það skellti Chicago Bulls. Þetta var fjórði tapleikur Bulls í röð.

NBA: Bobcats lagði Lakers

Charlotte Bobcats gerði sér lítið fyrir í nótt og skellti NBA-meisturum Los Angeles Lakers. Stephen Jackson skoraði 21 stig fyrir kettina í 98-83 sigri liðsins.

Nick Bradford: Ég elska að spila þessa stöðu

Nick Bradford átti fínan leik í stöðu leikstjórnanda þegar Njarðvík vann 72-67 sigur á Stjörnunni í miklum baráttuleik í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Nick var með 19 stig, 10 fráköst, 7 stoðsendingar og 4 stolna bolta í leiknum.

Teitur Örlygsson: Neistinn kemur á hárréttum tíma

Teitur Örlygsson náði ekki að stýra sínum strákum í Stjörnunni til sigurs á móti hans gömlu félögum í Njarðvík í kvöld en hann var ánægður með baráttuanda og varnarleik sinna manna í naumu 67-72 tapi.

Njarðvík lagði Stjörnuna - ÍR vann FSu

Njarðvík sigraði Stjörnuna 72-67 í stórleik kvöldsins í Iceland Express-deildinni. Garðbæingar hleyptu mikilli spennu í leikinn undir lokin með góðri rispu þegar Njarðvíkingar virtust hafa stungið af.

NBA: Wade hafði betur gegn Kobe

Dwayne Wade fór mikinn fyrir Miami og skoraði 27 stig þegar liðið lagði meistara LA Lakers í framlengdum leik í nótt.

Stórleikur í Njarðvík í kvöld

Tveir leikir fara fram í Iceland Express deild karla í kvöld og hefjast þeir báðir kl. 19:15. Í Njarðvík verður boðið upp á stórleik þegar heimamenn taka á móti Stjörnunni.

Guðjón: Dapur varnarleikur framan af

„Fyrst og fremst er ég ósáttur við mitt lið. Við vorum lengi af stað," sagði Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, eftir tapleik hans manna í Grindavík í kvöld.

Friðrik: Liðsvörnin vann leikinn

Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, var að vonum hæstánægður með sigur liðsins í grannaslagnum gegn Keflavík í kvöld.

Brynjar áfram í stuði og KR með fjögurra stiga forskot á toppnum

Brynjar Þór Björnsson var áfram í stuði þegar KR-ingar unnu 24 stiga sigur á Blikum í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. KR-ingar náðu fjögurra stiga forskoti á toppi deildarinnar með þessum sigri þar sem Keflavík tapaði í Grindavík.

Hamarsmenn skrefi nær úrslitakeppninni eftir sigur á Fjölni

Hamarsmenn komust skrefi nær úrslitakeppninni eftir fimm stiga sigur á Fjölnismönnum, 89-84, í Hvergerði í kvöld. Fjölnismenn höfðu verið á miklu flugi í síðustu leikjum og voru komnir upp fyrir Hamar eftir þrjá sigra í síðustu fimm leikjum.

Morgan Lewis: Veit ekki hvor var meira hissa, ég eða varnarmaðurinn

Morgan Lewis er í viðtali á heimasíðu KR en kappinn spilar sinn fyrsta heimaleik með KR á móti Breiðabliki í Iceland Express deild karla í DHL-Höllinni klukkan 19.15 í kvöld. Morgan Lewis hrósar mikið sendingunum frá Pavel Ermolinskij en Pavel átti fimm stoðsendingar á hann í fyrsta leiknum á móti Hamar.

Stórt kvöld í körfubolta og handbolta

Það er heldur betur nóg um að vera í íslenskum íþróttum í kvöld en fjórir leikir fara fram í Iceland Express-deild karla sem og í N1-deild karla.

NBA: Denver rúllaði yfir Oklahoma

Denver fór illa með heitt lið Oklahoma í nótt. Oklahoma búið að vinna 12 af síðustu 14 en Denver hafði tapað tveim leikjum í röð áður en liðið mætti Oklahoma.

NBA: Boston reif sig upp

Nate Robinson átti fínan leik fyrir Boston Celtics í nótt er liðið lagði Detroit Pistons af velli.

Sjá næstu 50 fréttir