Lét bóna bílinn, lenti illa í því og fær 1,6 milljónir í bætur Jón Þór Stefánsson skrifar 4. júní 2024 07:02 Deilt var um hvort skemmdir hefðu orðið á lakki bílsins fyrir eða eftir þrif fyrirtæksins. Getty Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur úrskurðað fyrirtæki sem annast þrif á bílum til þess að greiða einstaklingi rétttæpar 1,6 milljónir króna í skaðabætur vegna bíls sem fór illa úr þrifum hjá fyrirtækinu. Bíllinn, sem er mattur, fór í alþrif og bón í september 2023 og greiddi eigandinn rúmar ellefu þúsund krónur fyrir þjónustuna. Í úrskurðinum er haft eftir eiganda bílsins að hugsi alltaf vel um bílinn sinn. Hann hafi verið lítið keyrður og ávallt geymdur í lokaðri bílageymslu. Þegar eigandinn hafi sótt bílinn hafi hann strax orðið var við skemmdir á lakki hans. Eigandinn gerði athugasemdir við fyrirtækið vegna þess og í kjölfarið var honum boðið að fara með bílinn aftur í svokallaða „mössun“ honum að kostnaðarlausu. Hann þáði það, en þjónustan hafi ekki borið neinn árangur. Tryggingafélag eigandans hafi beðið hann um að fara með bílinn í skoðun. Sá sem skoðaði bílinn taldi lakkið hafa orðið fyrir efnabruna vegna notkunar á röngum efnum við þrifin. Líklegt væri að felguhreinsi eða felgusýru hafi verið sprautað á bílinn. Þá myndu lagfæringar kosta tæplega 1,6 milljónir króna. Segja skemmdirnar hafa verið til staðar fyrir þrifin Þrifafyrirtækið hafnaði hins vegar ábyrgð og sagði ásökun eiganda bílsins tilhæfulausa og ósannaða. Í úrskurði kærunefndar vöru- og þjónustukaupa er haft eftir fyrirtækinu að það telji að skemmdirnar hafi verið á bílnum áður en það þreif og bónaði bílinn. Vísað var til þess að skemmdirnar væru undir ysta lagi lakksins og að það bendi til þess að þær hafi komið fram áður en ysta lagið hafi verið sett á. Bílasápan sem notuð hafi verið sé viðurkenndi og innihaldi engin efni sem gætu valdið tjóni eða efnabruna. Fyrirtækið hafi þrifið fjölda bíla með mattri áferð með sama efni án þess að það valdi nokkrum skaða á lakki. Þá var tekið fram af hálfu fyrirtækisins að það að bjóða upp á fría „mössun“ hafi ekki verið nein viðurkenning á brotinu. Tjónið sjáist vel Í úrskurðinum segir að fjöldi ljósmynda sýni bílinn í núverandi ástandi. Tjónið sé þónokkuð að umfangi og sjáist vel berum augum. Því er lýst sem „taumum og skellum“ víða í lakkinu. Eigandi bílsins lagði fram myndefni, ljósmynd og myndband, sem var tekið skömmu áður, í sama mánuði, og hann fór með bílinn í þrifin. Í úrskurðinum er fullyrt að ekki megi greina skemmdir á lakkinu af ljósmyndinni né myndbandinu. Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að eigandi bílsins hefði rennt nægjanlega miklum stoðum undir það að skemmdirnar hafi orðið við þrifin og bónið. Ljóst sé að eigandinn hafi kvartað strax undan tjóninu. Útskýringar fyrirtækisins um að efnin sem notið voru við þrifin innihaldi ekki ætandi efni nægja ekki að sögn nefndarinnar, enda sé ekki sannað að þau efni hafi verið notið. Þá segir að fullyrðingar um að skemmdirnar séu undir ysta lagi lakksins en ekki á lakkinu sjálfi standist ekki að mati sérfræðings. Líkt og áður segir úrskurðaði nefndin að fyrirtækið skyldi greiða rétt tæplega 1,6 milljónir króna. Neytendur Bílar Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Bíllinn, sem er mattur, fór í alþrif og bón í september 2023 og greiddi eigandinn rúmar ellefu þúsund krónur fyrir þjónustuna. Í úrskurðinum er haft eftir eiganda bílsins að hugsi alltaf vel um bílinn sinn. Hann hafi verið lítið keyrður og ávallt geymdur í lokaðri bílageymslu. Þegar eigandinn hafi sótt bílinn hafi hann strax orðið var við skemmdir á lakki hans. Eigandinn gerði athugasemdir við fyrirtækið vegna þess og í kjölfarið var honum boðið að fara með bílinn aftur í svokallaða „mössun“ honum að kostnaðarlausu. Hann þáði það, en þjónustan hafi ekki borið neinn árangur. Tryggingafélag eigandans hafi beðið hann um að fara með bílinn í skoðun. Sá sem skoðaði bílinn taldi lakkið hafa orðið fyrir efnabruna vegna notkunar á röngum efnum við þrifin. Líklegt væri að felguhreinsi eða felgusýru hafi verið sprautað á bílinn. Þá myndu lagfæringar kosta tæplega 1,6 milljónir króna. Segja skemmdirnar hafa verið til staðar fyrir þrifin Þrifafyrirtækið hafnaði hins vegar ábyrgð og sagði ásökun eiganda bílsins tilhæfulausa og ósannaða. Í úrskurði kærunefndar vöru- og þjónustukaupa er haft eftir fyrirtækinu að það telji að skemmdirnar hafi verið á bílnum áður en það þreif og bónaði bílinn. Vísað var til þess að skemmdirnar væru undir ysta lagi lakksins og að það bendi til þess að þær hafi komið fram áður en ysta lagið hafi verið sett á. Bílasápan sem notuð hafi verið sé viðurkenndi og innihaldi engin efni sem gætu valdið tjóni eða efnabruna. Fyrirtækið hafi þrifið fjölda bíla með mattri áferð með sama efni án þess að það valdi nokkrum skaða á lakki. Þá var tekið fram af hálfu fyrirtækisins að það að bjóða upp á fría „mössun“ hafi ekki verið nein viðurkenning á brotinu. Tjónið sjáist vel Í úrskurðinum segir að fjöldi ljósmynda sýni bílinn í núverandi ástandi. Tjónið sé þónokkuð að umfangi og sjáist vel berum augum. Því er lýst sem „taumum og skellum“ víða í lakkinu. Eigandi bílsins lagði fram myndefni, ljósmynd og myndband, sem var tekið skömmu áður, í sama mánuði, og hann fór með bílinn í þrifin. Í úrskurðinum er fullyrt að ekki megi greina skemmdir á lakkinu af ljósmyndinni né myndbandinu. Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að eigandi bílsins hefði rennt nægjanlega miklum stoðum undir það að skemmdirnar hafi orðið við þrifin og bónið. Ljóst sé að eigandinn hafi kvartað strax undan tjóninu. Útskýringar fyrirtækisins um að efnin sem notið voru við þrifin innihaldi ekki ætandi efni nægja ekki að sögn nefndarinnar, enda sé ekki sannað að þau efni hafi verið notið. Þá segir að fullyrðingar um að skemmdirnar séu undir ysta lagi lakksins en ekki á lakkinu sjálfi standist ekki að mati sérfræðings. Líkt og áður segir úrskurðaði nefndin að fyrirtækið skyldi greiða rétt tæplega 1,6 milljónir króna.
Neytendur Bílar Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“