Innherji

Einn stærsti hlut­hafinn losaði um hlut sinn í Corip­harma

Hörður Ægisson skrifar
Framtakssjóðurinn TFII fór fyrir hópi fjárfesta sem kom að stofnun Coripharma árið 2018 þegar félagið stóð að kaupum á öllum eignum Actavis á Íslandi.
Framtakssjóðurinn TFII fór fyrir hópi fjárfesta sem kom að stofnun Coripharma árið 2018 þegar félagið stóð að kaupum á öllum eignum Actavis á Íslandi. Coripharma

Framtakssjóðurinn TFII, meðal annars einn stærsti fjárfestirinn í Coripharma um árabil, seldi nánast allan eignarhlut sinn í samheitalyfjafyrirtækinu til eigin hluthafa, einkum lífeyrissjóða. Sjóðurinn, sem hafði glímt við rekstrarerfiðleika um nokkurt skeið og sleit samstarfi sínu við Íslensk verðbréf snemma árs í fyrra, tapaði meira en 900 milljónum á árinu 2023 og náði samkomulagi við hluthafa um að leggja honum til aukið fjármagn.


Tengdar fréttir

Stjórn Coripharma setti skráningaráform á ís

Íslenska samheitalyfjafyrirtækið Coripharma, sem hóf sölu á sínu fyrsta lyfi í Evrópu sumarið 2021, er ekki í virkum undirbúningi fyrir skráningu á hlutabréfamarkað eins og staðan er í dag, að því er kemur fram í svari fyrirtækisins við fyrirspurn Innherja. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×