Innlent

Úr­skurðaður í vikulangt gæslu­varð­hald á Akur­eyri

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Karlmaður var úrskurðaður í vikulangt varðhald vegna andláts konu í fjölbýlishúsi á Akureyri.
Karlmaður var úrskurðaður í vikulangt varðhald vegna andláts konu í fjölbýlishúsi á Akureyri. Vísir/Vilhelm

Karlmaður hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í tengslum við andlát konu í fjölbýlishúsi á Akureyri. Talið er að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.

Lögregla var kölluð að fjölbýlishúsinu klukkan hálf fimm í nótt. Lögreglumönnum sem komu á vettvang var vísað á meðvitundarlausa konu í íbúðinni og endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Konan var úrskurðuð látin á vettvangi.

Í íbúðinni var annar einstaklingur og var hann verið handtekinn í þágu rannsóknar málsins og er með réttarstöðu sakbornings. Krafa um gæsluvarðhald yfir honum var lögð fram fyrir dómi í dag og staðfest. Rannsókn málsins sé í höndum lögreglunnar á Norðurlandi eystra, sem njóti aðstoðar tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.


Tengdar fréttir

Grunur um manndráp á Akureyri

Lögreglan á Akureyri hefur til rannsóknar andlát konu sem fannst látin í íbúðarhúsi á Akureyri í nótt. Einn hefur verið verið handtekinn vegna málsins.

Íbúar sváfu vært meðan á öllu gekk á jarðhæðinni

Íbúar í fjölbýlishúsi í Naustahverfinu á Akureyri þar sem kona fannst látin á fimmta tímanum í nótt virðast flestir hafa sofið á sínu græna eyra í nótt og ekki tekið eftir neinu. Lögregla ætlar að fara fram á gæsluvarðhald yfir karlmanni sem handtekinn var á vettvangi vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×