Innlent

Fastir bílar loka Steingrímsfjarðarheiðinni

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Ekki verður unnt að hefja mokstur á heiðinni fyrr en fastir bílar hafa verið fjarlægðir.
Ekki verður unnt að hefja mokstur á heiðinni fyrr en fastir bílar hafa verið fjarlægðir. Vilhelm

Vegurinn um Steingrímsfjarðarheiði er ófær sem stendur.

Á upplýsingasíðu Vegagerðarinnar segir að beðið sé með mokstur vegna veðurs og fastra bíla á heiðinni sem þarf að fjarlægja áður en mokstur getur hafist. Þá er einnig ófært um Þröskulda og Dynjandisheiði fyrir vestan og koma nánari upplýsingar með morgninum.

Á Norðurlandi er þungfært á Siglufjarðarvegi og snjóþekja á Öxnadalsheiði.

Á Norðausturlandi er síðan ófært um Möðrudalsöræfi, Vopnafjarðarheiði og Mývatnsöræfi. Þar er mokstur í gangi og von á nánri upplýsingum síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×