Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Jón Þór Stefánsson skrifar
Frettastofa_2021_1080x720_05 (4)

Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar tók til starfa í dag og ráðherrar komu sér fyrir í nýjum ráðuneytum. Á Alþingi sköpuðust heitar umræður um yfirlýsingu forsætisráðherra og mótmælandi var fjarlægður af þingpöllum. Við sjáum myndir frá viðburðaríkum degi í íslenskum stjórnmálum í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við þingmenn í beinni útsendingu.

Þá förum við til Grindavíkur þar sem bæjarbúar fögnuðu fimmtíu ára afmæli bæjarfélagsins í skugga hamfara og rýminga. Forseti Íslands skoðaði bæinn en hann hvetur Grindvíkinga til þess að sýna áfram kjark.

Rottur virðast hafa dreift úr sér á höfuðborgarsvæðinu og sækja í lífrænar tunnur. Við heyrum í meindýraeyði um ástandið og kíkjum jafnframt í heimsókn til Gylfa Björgvinssonar sem prjónar allt að sex sokka á dag. Í Íslandi í dag fjallar Kristín Ólafsdóttir um tímamót í hamborgaraheiminum og kynnir sér leyndarmálið á bak við góðan borgara.

Þetta og margt fleira í Íslandi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×