Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, les fréttir klukkan 12.
Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, les fréttir klukkan 12. Vísir

Skemmdir hafa komið í ljós í Reykjanesbæ að undanförnu sem urðu vegna heitavatnsleysis í febrúar. Í kvöldfréttatímanum verður rætt við pípara, sem segir þetta útbreytt vandamál.

Gular veðurviðvaranir eru í gildi á Norður- og Austurlandi. Viðvaranir eru í gildi fram til miðnættis og hefur fjallvegum víða verið lokað út daginn vegna hríðar og þæfings. 

Ísraelsher hefur viðurkennt að hermenn hans hafi skotið til bana tvo Palestínumenn og sært einn til viðbótar á strönd nærri Gasaborg. Myndband náðist af atvikinu og þegar hermennirnir nota vinnuvél til að ýta líkunum um sandinn.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×