Súkkulaði frá Nóa hækkar mest á meðan Freyja lækkar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. mars 2024 17:41 Súkkulaði frá Nóa Síríus hækkaði mest samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ. Verð á öðru sælgæti hefur tekið minni breytingum. Vísir/Vilhelm Verð á súkkulaði hefur víða hækkað miðað við janúarmánuð, samkvæmt niðurstöðum verðlagseftirlits ASÍ. Verð á súkkulaði frá Nóa Síríus hefur hækkað mest, en vörur frá Freyju hafa hækkað minnst í verði. Sumar þeirra hafa raunar lækkað í verði á tímabilinu. Þetta kemur fram í tilkynnngu frá Verðlagseftirliti ASÍ, þar sem verð á súkkulaði í síðustu viku var borið saman við verð á sömu vörum 22. janúar. Verð á öðru sælgæti frá Nóa Síríus og Góu-Lindu tekur minni breytingum en súkkulaðið og stendur í einhverjum verslunum í stað eða lækkar, sem sjá má á grafinu hér að neðan. Súkkulaðiplötur Nóa vógu mest Í tilkynningu frá ASÍ segir að verð hafi hækkað minnst, og í mörgum flokkum ekkert, í þremur verslunum. Það eru Heimkaup, Extra og 10-11. „Súkkulaðiplötur vógu þyngst í hækkunum Nóa Síríus. Þær hækkuðu margar um 15-25% í Bónus, til dæmis 46gr lakkrísrjómasúkkulaði (25%) og súkkulaðiplata með hnetum og rúsínum (19%). Í Krónunni hækkuðu þrjár rjómasúkkulaðiplötur Nóa Síríus (hrein, hnetu&rúsínu og karamellu&salt) um 19%. Lindu mjólkursúkkulaðiplata hækkaði um 12% í Krónunni og Lindu suðusúkkulaði um 10%. Hins vegar stóð verð á Freyju mjólkursúkkulaði með bombum í stað í Bónus. Engin dæmi fundust um verðhækkanir á Omnom súkkulaði, en 28 verð voru skoðuð í sex verslunum. Verð á Ritter Sport súkkulaðiplötum (mjólkursúkkulaði, marsipan og saltmöndlu) hefur verið 250 krónur í Krónunni og 249 krónur í Bónus frá ágústlokum. Verð á vörum frá Freyju stóð í stað eða hækkaði að meðaltali um minna en 0,25% í Bónus, Krónunni, Fjarðarkaupum, Heimkaupum, Hagkaup, Extra og 10-11. Það lækkaði í Nettó, Kjörbúðinni, Iceland og Krambúðinni,“ segir í tilkynningunni. Eggin hækka minna en margt Verð á páskaeggjum var einnig kannað í gær, 25. mars, en niðurstöður þeirrar könnunar má sjá hér að neðan. „Athygli vekur að árshækkun á páskaeggjum er í einhverjum verslunum minni en tveggja mánaða hækkun á öðru súkkulaði frá Góu-Lindu og Nóa Síríus.“ Könnunin var framkvæmd í tvennu lagi, eftir því sem fram kemur í tilkynningunni. „Verð frá 22. janúar voru borin saman við verð tekin annars vegar 20. mars (Iceland, 10-11, Extra, Krambúðin og Kjörbúðin) og hins vegar 22. mars (Bónus, Krónan, Nettó, Fjarðarkaup, Heimkaup og Hagkaup). Skoðað var súkkulaðinammi annars vegar og annað sælgæti hins vegar. Um sjö þúsund stakar verðmælingar liggja að baki könnuninni, þar af tæpar þrjú þúsund á vörum frá Nóa Síríus, Góu-Lindu og Freyju.“ Sælgæti Páskar Neytendur Verðlag Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynnngu frá Verðlagseftirliti ASÍ, þar sem verð á súkkulaði í síðustu viku var borið saman við verð á sömu vörum 22. janúar. Verð á öðru sælgæti frá Nóa Síríus og Góu-Lindu tekur minni breytingum en súkkulaðið og stendur í einhverjum verslunum í stað eða lækkar, sem sjá má á grafinu hér að neðan. Súkkulaðiplötur Nóa vógu mest Í tilkynningu frá ASÍ segir að verð hafi hækkað minnst, og í mörgum flokkum ekkert, í þremur verslunum. Það eru Heimkaup, Extra og 10-11. „Súkkulaðiplötur vógu þyngst í hækkunum Nóa Síríus. Þær hækkuðu margar um 15-25% í Bónus, til dæmis 46gr lakkrísrjómasúkkulaði (25%) og súkkulaðiplata með hnetum og rúsínum (19%). Í Krónunni hækkuðu þrjár rjómasúkkulaðiplötur Nóa Síríus (hrein, hnetu&rúsínu og karamellu&salt) um 19%. Lindu mjólkursúkkulaðiplata hækkaði um 12% í Krónunni og Lindu suðusúkkulaði um 10%. Hins vegar stóð verð á Freyju mjólkursúkkulaði með bombum í stað í Bónus. Engin dæmi fundust um verðhækkanir á Omnom súkkulaði, en 28 verð voru skoðuð í sex verslunum. Verð á Ritter Sport súkkulaðiplötum (mjólkursúkkulaði, marsipan og saltmöndlu) hefur verið 250 krónur í Krónunni og 249 krónur í Bónus frá ágústlokum. Verð á vörum frá Freyju stóð í stað eða hækkaði að meðaltali um minna en 0,25% í Bónus, Krónunni, Fjarðarkaupum, Heimkaupum, Hagkaup, Extra og 10-11. Það lækkaði í Nettó, Kjörbúðinni, Iceland og Krambúðinni,“ segir í tilkynningunni. Eggin hækka minna en margt Verð á páskaeggjum var einnig kannað í gær, 25. mars, en niðurstöður þeirrar könnunar má sjá hér að neðan. „Athygli vekur að árshækkun á páskaeggjum er í einhverjum verslunum minni en tveggja mánaða hækkun á öðru súkkulaði frá Góu-Lindu og Nóa Síríus.“ Könnunin var framkvæmd í tvennu lagi, eftir því sem fram kemur í tilkynningunni. „Verð frá 22. janúar voru borin saman við verð tekin annars vegar 20. mars (Iceland, 10-11, Extra, Krambúðin og Kjörbúðin) og hins vegar 22. mars (Bónus, Krónan, Nettó, Fjarðarkaup, Heimkaup og Hagkaup). Skoðað var súkkulaðinammi annars vegar og annað sælgæti hins vegar. Um sjö þúsund stakar verðmælingar liggja að baki könnuninni, þar af tæpar þrjú þúsund á vörum frá Nóa Síríus, Góu-Lindu og Freyju.“
Sælgæti Páskar Neytendur Verðlag Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira