Súkkulaði frá Nóa hækkar mest á meðan Freyja lækkar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. mars 2024 17:41 Súkkulaði frá Nóa Síríus hækkaði mest samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ. Verð á öðru sælgæti hefur tekið minni breytingum. Vísir/Vilhelm Verð á súkkulaði hefur víða hækkað miðað við janúarmánuð, samkvæmt niðurstöðum verðlagseftirlits ASÍ. Verð á súkkulaði frá Nóa Síríus hefur hækkað mest, en vörur frá Freyju hafa hækkað minnst í verði. Sumar þeirra hafa raunar lækkað í verði á tímabilinu. Þetta kemur fram í tilkynnngu frá Verðlagseftirliti ASÍ, þar sem verð á súkkulaði í síðustu viku var borið saman við verð á sömu vörum 22. janúar. Verð á öðru sælgæti frá Nóa Síríus og Góu-Lindu tekur minni breytingum en súkkulaðið og stendur í einhverjum verslunum í stað eða lækkar, sem sjá má á grafinu hér að neðan. Súkkulaðiplötur Nóa vógu mest Í tilkynningu frá ASÍ segir að verð hafi hækkað minnst, og í mörgum flokkum ekkert, í þremur verslunum. Það eru Heimkaup, Extra og 10-11. „Súkkulaðiplötur vógu þyngst í hækkunum Nóa Síríus. Þær hækkuðu margar um 15-25% í Bónus, til dæmis 46gr lakkrísrjómasúkkulaði (25%) og súkkulaðiplata með hnetum og rúsínum (19%). Í Krónunni hækkuðu þrjár rjómasúkkulaðiplötur Nóa Síríus (hrein, hnetu&rúsínu og karamellu&salt) um 19%. Lindu mjólkursúkkulaðiplata hækkaði um 12% í Krónunni og Lindu suðusúkkulaði um 10%. Hins vegar stóð verð á Freyju mjólkursúkkulaði með bombum í stað í Bónus. Engin dæmi fundust um verðhækkanir á Omnom súkkulaði, en 28 verð voru skoðuð í sex verslunum. Verð á Ritter Sport súkkulaðiplötum (mjólkursúkkulaði, marsipan og saltmöndlu) hefur verið 250 krónur í Krónunni og 249 krónur í Bónus frá ágústlokum. Verð á vörum frá Freyju stóð í stað eða hækkaði að meðaltali um minna en 0,25% í Bónus, Krónunni, Fjarðarkaupum, Heimkaupum, Hagkaup, Extra og 10-11. Það lækkaði í Nettó, Kjörbúðinni, Iceland og Krambúðinni,“ segir í tilkynningunni. Eggin hækka minna en margt Verð á páskaeggjum var einnig kannað í gær, 25. mars, en niðurstöður þeirrar könnunar má sjá hér að neðan. „Athygli vekur að árshækkun á páskaeggjum er í einhverjum verslunum minni en tveggja mánaða hækkun á öðru súkkulaði frá Góu-Lindu og Nóa Síríus.“ Könnunin var framkvæmd í tvennu lagi, eftir því sem fram kemur í tilkynningunni. „Verð frá 22. janúar voru borin saman við verð tekin annars vegar 20. mars (Iceland, 10-11, Extra, Krambúðin og Kjörbúðin) og hins vegar 22. mars (Bónus, Krónan, Nettó, Fjarðarkaup, Heimkaup og Hagkaup). Skoðað var súkkulaðinammi annars vegar og annað sælgæti hins vegar. Um sjö þúsund stakar verðmælingar liggja að baki könnuninni, þar af tæpar þrjú þúsund á vörum frá Nóa Síríus, Góu-Lindu og Freyju.“ Sælgæti Páskar Neytendur Verðlag Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynnngu frá Verðlagseftirliti ASÍ, þar sem verð á súkkulaði í síðustu viku var borið saman við verð á sömu vörum 22. janúar. Verð á öðru sælgæti frá Nóa Síríus og Góu-Lindu tekur minni breytingum en súkkulaðið og stendur í einhverjum verslunum í stað eða lækkar, sem sjá má á grafinu hér að neðan. Súkkulaðiplötur Nóa vógu mest Í tilkynningu frá ASÍ segir að verð hafi hækkað minnst, og í mörgum flokkum ekkert, í þremur verslunum. Það eru Heimkaup, Extra og 10-11. „Súkkulaðiplötur vógu þyngst í hækkunum Nóa Síríus. Þær hækkuðu margar um 15-25% í Bónus, til dæmis 46gr lakkrísrjómasúkkulaði (25%) og súkkulaðiplata með hnetum og rúsínum (19%). Í Krónunni hækkuðu þrjár rjómasúkkulaðiplötur Nóa Síríus (hrein, hnetu&rúsínu og karamellu&salt) um 19%. Lindu mjólkursúkkulaðiplata hækkaði um 12% í Krónunni og Lindu suðusúkkulaði um 10%. Hins vegar stóð verð á Freyju mjólkursúkkulaði með bombum í stað í Bónus. Engin dæmi fundust um verðhækkanir á Omnom súkkulaði, en 28 verð voru skoðuð í sex verslunum. Verð á Ritter Sport súkkulaðiplötum (mjólkursúkkulaði, marsipan og saltmöndlu) hefur verið 250 krónur í Krónunni og 249 krónur í Bónus frá ágústlokum. Verð á vörum frá Freyju stóð í stað eða hækkaði að meðaltali um minna en 0,25% í Bónus, Krónunni, Fjarðarkaupum, Heimkaupum, Hagkaup, Extra og 10-11. Það lækkaði í Nettó, Kjörbúðinni, Iceland og Krambúðinni,“ segir í tilkynningunni. Eggin hækka minna en margt Verð á páskaeggjum var einnig kannað í gær, 25. mars, en niðurstöður þeirrar könnunar má sjá hér að neðan. „Athygli vekur að árshækkun á páskaeggjum er í einhverjum verslunum minni en tveggja mánaða hækkun á öðru súkkulaði frá Góu-Lindu og Nóa Síríus.“ Könnunin var framkvæmd í tvennu lagi, eftir því sem fram kemur í tilkynningunni. „Verð frá 22. janúar voru borin saman við verð tekin annars vegar 20. mars (Iceland, 10-11, Extra, Krambúðin og Kjörbúðin) og hins vegar 22. mars (Bónus, Krónan, Nettó, Fjarðarkaup, Heimkaup og Hagkaup). Skoðað var súkkulaðinammi annars vegar og annað sælgæti hins vegar. Um sjö þúsund stakar verðmælingar liggja að baki könnuninni, þar af tæpar þrjú þúsund á vörum frá Nóa Síríus, Góu-Lindu og Freyju.“
Sælgæti Páskar Neytendur Verðlag Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira