Innlent

Fimm til átta hundruð manns í Bláa lóninu

Atli Ísleifsson skrifar
Viðvörunarlúðrarnir fóru í gang við Bláa lónið og í Grindavík upp úr klukkan 16 í dag.
Viðvörunarlúðrarnir fóru í gang við Bláa lónið og í Grindavík upp úr klukkan 16 í dag. Vísir/Einar

Unnið er að því að rýma Grindavík, Bláa lónið og svæðið í kringum Svartsengi vegna þeirrar skjálftavirkni sem tók sig upp á Sundhnúkagígsröðinni um klukkan 16 í dag. Mörg hundruð manns voru í Bláa lóninu þegar viðvörunarlúðrarnir fóru í gang. 

Þetta segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Bláa lónsins, í samtali við fréttastofu. Hún segir að milli sex og átta hundruð manns hafi verið Bláa lóninu þegar skilaboð bárust um að rýma skyldi svæðið. Starfsfólk sé þar með talið.

Samhæfingarstöð almannavarna hefur verið virkjuð vegna virkninnar á Reykjanesskaga.


Tengdar fréttir

Kvikuhlaup hafið skammt frá Sýlingarfelli

Kvikuhlaup er hafið skammt frá Sýlingarfelli, rúmum einum kílómetra austan við fellið. Öflug og skyndileg skjálftavirkni er hafin við Stóra-Skógfell og við Sýlingarfell á Reykjanesi. Í fyrri eldgosum á Reykjanesi hafa slíkar hrinur verið undanfari eldgoss. Svæðið í kringum Grindavík hefur verið rýmt. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×