Innlent

Al­var­legt slys á Suður­landi

Samúel Karl Ólason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í mesta forgangi.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í mesta forgangi. Vísir/Vilhelm

Alvarlegt umferðarslys varð við Sólheimasand á Suðurlandsvegi skömmu fyrir klukkan sjö í kvöld. Búið er að loka veginum og hefur þyrla Landhelgisgæslunnar verið send á vettvang, í mesta forgangi.

Í samtali við fréttastofu sagði Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, að um árekstur tveggja ökutækja hafi verið að ræða. Hann gat ekki tjáð sig frekar um slysið að svo stöddu. 

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er þyrlan rétt ókomin á vettvang, sem er í nágrenni Péturseyjar.

Í færslu á Facebooksíðu Lögreglunnar á Suðurlandi segir að Suðurlandsvegur verði lokaður næstu klukkustundir.

Engar hjáleiðir eru framhjá slysstað og eru vegfarendur beðnir um að fylgjast með fréttum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×