Innlent

Snjó­ruðnings­tæki og fólks­bíll skullu saman á Þrengslavegi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Viðbragðsaðilar sjást athafna sig á vefmyndavél Vegagerðarinnar við Þrengslavegamót.
Viðbragðsaðilar sjást athafna sig á vefmyndavél Vegagerðarinnar við Þrengslavegamót. Vegagerðin

Snjóruðningstæki og fólksbíll rákust á, á Þrengslavegi og er fólksbíllinn mikið skemmdur. Ökumaður bílsins verður fluttur á slysadeild til skoðunar en áverkar hans eru taldir minniháttar að sögn varðstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. 

Tilkynning barst viðbragðsaðilum klukkan korter í fjögur og voru sjúkra- og slökkviliðsbílar ásamt lögreglu sendir á staðinn. Varðstjóri segir slysið hafa orðið á Þrengslavegi, stuttu frá gatnamótum að hringveginum yfir Hellisheiði. 

Varðstjóri vissi ekki hvort ökutækin hafi verið að koma hver úr sinni áttinni eða hvort um sé að ræða aftan á keyrslu. Fólksbíllinn sé þó verulega skemmdur. 

Vel sést á vefmyndavélum Vegagerðarinnar að snjóþungt er á Hellisheiðinni en vegurinn auður. Tvær vefmyndavélanna við Draugahlíðabrekku eru til að mynda þaktar snjó, svo varla greinist úr þeim mynd.

Fréttin var uppfærð klukkan 16:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×