Innlent

Á­kærður fyrir til­raun til mann­dráps við Breið­holts­laug

Jón Þór Stefánsson skrifar
Atvikið átti sér stað við Breiðholtslaug í Reykjavík.
Atvikið átti sér stað við Breiðholtslaug í Reykjavík. Vísir/Arnar

Maður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að stinga annan mann með hnífi. Samkvæmt heimildum Vísis átti árásin sér stað við Breiðholtslaug árið 2021.

Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum kemur lítið annað fram um málið, nema að blað hnífsins sé 8.5 sentímetra langt, og að brotaþolinn hafi hlotið áverka þó þeir væru ekki tilgreindir.

Það er héraðssaksóknari sem höfðar málið sem verður til umfjöllunar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Brotaþolinn krefst 2,5 milljóna í miskabætur af meintum árásarmanni.

Atvikið sem málið varðar átti sér stað um hádegisleytið þann átjánda október árið 2021.

Greint var frá málinu í fjölmiðlum samdægurs, en þar kom fram að brotaþolinn hefði verið fluttur af vettvangi með sjúkrabíl. Hann hafi verið með meðvitund þegar það gerðist, en þó var tekið sérstaklega fram að málið væri alvarlegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×