Haustveiðin góð í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 25. september 2023 09:36 Það var flott veiði í Ytri Rangá á föstudag og laugardag Ytri Rangá er eftst á listanum hjá Landssambandi Veiðifélaga í sumar og það er ennþá mánuður eftir af veiðitímanum. Veiðin í ánni er þegar komin yfir 3.000 laxa eða nákvæmlega 3.133 laxar þegar síðustu tölur voru uppfærðar. Haustið er oftar en ekki mjög drjúgur tími í ánni og veiðin á rólegum haustdögum getur oft verið lítið síðri en hún er á góðum dögum á besta tíma. Sem dæmi veiddust 58 laxar á föstudaginn og laugardagurinn gaf ekki síður vel en þá veiddust 49 laxar. Ef veiðin heldur áfram með þessu móti gæti heildartalan í Ytri Rangá náð hátt í 4.000 laxa. Samkvæmt söluvefnum hjá Iceland Outfitters eru ennþá lausir dagar í október í ánni svo það er ennþá séns að loka haustinu með stæl. Stangveiði Mest lesið Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Lausir dagar í Stóru Laxá Veiði Opnunin í Þverá og Kjarrá komin í 130 laxa Veiði 883 urriðar á land í Litla Sjó á einni viku Veiði Harpa Hlín felldi 270 kílóa elg í Eistlandi Veiði RISE fluguveiðihátíð og Veiðisýning 26. mars Veiði 97 sm hængur úr Svalbarðsá Veiði Vel heppnaðar tilraunaveiðar í Víðidalsá Veiði Stjórn villtra laxastofna hefur bruðist Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði
Veiðin í ánni er þegar komin yfir 3.000 laxa eða nákvæmlega 3.133 laxar þegar síðustu tölur voru uppfærðar. Haustið er oftar en ekki mjög drjúgur tími í ánni og veiðin á rólegum haustdögum getur oft verið lítið síðri en hún er á góðum dögum á besta tíma. Sem dæmi veiddust 58 laxar á föstudaginn og laugardagurinn gaf ekki síður vel en þá veiddust 49 laxar. Ef veiðin heldur áfram með þessu móti gæti heildartalan í Ytri Rangá náð hátt í 4.000 laxa. Samkvæmt söluvefnum hjá Iceland Outfitters eru ennþá lausir dagar í október í ánni svo það er ennþá séns að loka haustinu með stæl.
Stangveiði Mest lesið Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Lausir dagar í Stóru Laxá Veiði Opnunin í Þverá og Kjarrá komin í 130 laxa Veiði 883 urriðar á land í Litla Sjó á einni viku Veiði Harpa Hlín felldi 270 kílóa elg í Eistlandi Veiði RISE fluguveiðihátíð og Veiðisýning 26. mars Veiði 97 sm hængur úr Svalbarðsá Veiði Vel heppnaðar tilraunaveiðar í Víðidalsá Veiði Stjórn villtra laxastofna hefur bruðist Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði