Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Karl Lúðvíksson skrifar 21. september 2023 10:59 Er þetta framtíð Íslenskra laxveiðiáa? Þessa dagana eru norskir kafarar að störfum í laxveiðiám að veiða upp eldislaxa eins og kostur er og aðferðin er nokkuð frábrugðin því sem menn eiga að venjast. Notast er við skutulbyssur eins og gjarnan eru notaðar af köfurum í sjó en þetta er eina aðferðin sem dugar til að veiða upp þessa laxa. Vissulega er þetta gott framtak en við skulum á sama tíma hafa það í huga að þetta átti ekki að geta gerst eða í það minnsta aldrei í þessum mæli. Því hefur verið haldið fram í mörg ár af talsmönnum þeirra fyrirtækja sem starfrækja sjóeldiskvíar við landið að það séu afar litlar líkur á að lax sleppi og ennþá minni líkur á að hann fari upp í árnar. Því miður eru allar verstu spár að rætast þvert á þessar fullyrðingar. Miðfjarðará - eldislaxar Nú er staðan sú að það er verið að veiða eins mikið af eldislaxinum upp úr ánum með þessum aðferðum mjög seint á tímabilinu þegar laxinn er að undirbúa hrygningu. Þetta getur haft neikvæð áhrif á hrygninguna en því miður er þessi aðgerð bráðnauðslynleg til að reyna koma í veg fyrir að eldislaxinn hrygni með villta laxinum. Það er í alla staði ömulegt að þurfa að vera á þeim stað að segja "I told you so" um að þetta væri bara tímaspursmál um hvenær slysaslepping af þessari stærðargráðu ætti sér stað en hér erum við með skutulsbyssur að veiða upp eldislaxa sem áttu aldrei að geta sloppið og aldrei að fara upp í árnar, svo ég verð bara að segja...."I told you so". Stangveiði Mest lesið Frábær veiði á ION svæðinu Veiði 100 laxar í gegnum teljarann í Leirvogsá á einum degi! Veiði Stórir urriðar og laxavon á Heiði/Bjallalæk Veiði Haustveiði í Haukadalsá Veiði Lifnar yfir Hólsá og Eystri Rangá Veiði Jónskvísl og Sýrlækur eru svæði sem leyna á sér Veiði Sogið: Minnsta veiði um árabil Veiði Bannað að veiða á nóttunni á Þingvöllum Veiði Laxá í Kjós: Ellefu fallegir eins árs fiskar Veiði Stóra Laxá komin yfir 700 laxa Veiði
Notast er við skutulbyssur eins og gjarnan eru notaðar af köfurum í sjó en þetta er eina aðferðin sem dugar til að veiða upp þessa laxa. Vissulega er þetta gott framtak en við skulum á sama tíma hafa það í huga að þetta átti ekki að geta gerst eða í það minnsta aldrei í þessum mæli. Því hefur verið haldið fram í mörg ár af talsmönnum þeirra fyrirtækja sem starfrækja sjóeldiskvíar við landið að það séu afar litlar líkur á að lax sleppi og ennþá minni líkur á að hann fari upp í árnar. Því miður eru allar verstu spár að rætast þvert á þessar fullyrðingar. Miðfjarðará - eldislaxar Nú er staðan sú að það er verið að veiða eins mikið af eldislaxinum upp úr ánum með þessum aðferðum mjög seint á tímabilinu þegar laxinn er að undirbúa hrygningu. Þetta getur haft neikvæð áhrif á hrygninguna en því miður er þessi aðgerð bráðnauðslynleg til að reyna koma í veg fyrir að eldislaxinn hrygni með villta laxinum. Það er í alla staði ömulegt að þurfa að vera á þeim stað að segja "I told you so" um að þetta væri bara tímaspursmál um hvenær slysaslepping af þessari stærðargráðu ætti sér stað en hér erum við með skutulsbyssur að veiða upp eldislaxa sem áttu aldrei að geta sloppið og aldrei að fara upp í árnar, svo ég verð bara að segja...."I told you so".
Stangveiði Mest lesið Frábær veiði á ION svæðinu Veiði 100 laxar í gegnum teljarann í Leirvogsá á einum degi! Veiði Stórir urriðar og laxavon á Heiði/Bjallalæk Veiði Haustveiði í Haukadalsá Veiði Lifnar yfir Hólsá og Eystri Rangá Veiði Jónskvísl og Sýrlækur eru svæði sem leyna á sér Veiði Sogið: Minnsta veiði um árabil Veiði Bannað að veiða á nóttunni á Þingvöllum Veiði Laxá í Kjós: Ellefu fallegir eins árs fiskar Veiði Stóra Laxá komin yfir 700 laxa Veiði