Innlent

Keyrði aftan á strætis­vagn í Borgar­túni

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Töluverðar skemmdir urðu á bifreiðinni.
Töluverðar skemmdir urðu á bifreiðinni.

Engin alvarleg slys urðu á fólki þegar maður keyrði aftan á strætisvagn í Borgartúni í dag. Slysið varð rétt fyrir klukkan 17 í dag.

Ökumaður fólksbifreiðar keyrði aftan á strætisvagn vegna veikinda. Að sögn Jónasar Árnasonar, varðstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, var ekki um alvarleg slys á fólki. Ökumaðurinn var hins vegar fluttur á sjúkrahús til skoðunar.

Borgartúni var lokað um tíma vegna slyssins og viðbúnaður viðbragðsaðila var töluverður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×