Jökla byrjar vel í frábæru vatni Karl Lúðvíksson skrifar 28. júní 2023 08:56 Laxar í veiðistaðnum Hólaflúð í Jöklu Jökla hefur verið vaxandi veiðiá og nýtur sífellt meiri vinsælda hjá þeim veiðimönnum sem vilja mikið vatn og stóra laxa. Vatnsstaðan og aðstæður í ánni hafa verið ákjósanlegar síðustu daga og gefur opnunin á ánni nokkrar vonir um að framundan gæti verið annað ágætt sumar í ánni. Hún er í júlí rennsli, svo gott sem hrein og vatnshitinn um 13-15 gráður sem er frábært fyrir tökugleðina. Fyrsta hollið er nú við veiðar og var komið með tíu laxa á land eftir fyrsta dag ásamt því að nokkuð hafði sloppið. Fyrsti lax sumarsins veiddist í Skipalá sem er einn af "gömlu" þekktu veiðistöðunum en veiðin síðustu tvö ár hefur verið vaxandi fyrir ofan veiðistaðinn Steinboga sem var áður efsti staður. Eftir að hann var gerður laxfær er sífellt meira að veiðast þar fyrir ofan en það svæði er eitt flottasta fluguveiðisvæði landsins og þar á ennþá eftir að finna fleiri veiðistaði. Mikið hefur verið lagt í nýja aðstöðu fyrir veiðimenn í Jöklu og verður aðbúnaður veiðimanna frábær þar í sumar sem og leiðsögumanna. Stangveiði Mest lesið Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Rjúpnaveiðin gengur vel um allt land Veiði Allt er þegar þrennt er Veiði 59 laxar úr Bíldsfelli Veiði Veiðimessa hjá Veiðiflugumí dag Veiði Mikið rætt um verðhækkanir veiðileyfa Veiði Tíu risaurriðar í Minnivallalæk Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Lagarfljótsormurinn á Animal Planet Veiði Urriðinn mættur við Kárastaði Veiði
Vatnsstaðan og aðstæður í ánni hafa verið ákjósanlegar síðustu daga og gefur opnunin á ánni nokkrar vonir um að framundan gæti verið annað ágætt sumar í ánni. Hún er í júlí rennsli, svo gott sem hrein og vatnshitinn um 13-15 gráður sem er frábært fyrir tökugleðina. Fyrsta hollið er nú við veiðar og var komið með tíu laxa á land eftir fyrsta dag ásamt því að nokkuð hafði sloppið. Fyrsti lax sumarsins veiddist í Skipalá sem er einn af "gömlu" þekktu veiðistöðunum en veiðin síðustu tvö ár hefur verið vaxandi fyrir ofan veiðistaðinn Steinboga sem var áður efsti staður. Eftir að hann var gerður laxfær er sífellt meira að veiðast þar fyrir ofan en það svæði er eitt flottasta fluguveiðisvæði landsins og þar á ennþá eftir að finna fleiri veiðistaði. Mikið hefur verið lagt í nýja aðstöðu fyrir veiðimenn í Jöklu og verður aðbúnaður veiðimanna frábær þar í sumar sem og leiðsögumanna.
Stangveiði Mest lesið Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Rjúpnaveiðin gengur vel um allt land Veiði Allt er þegar þrennt er Veiði 59 laxar úr Bíldsfelli Veiði Veiðimessa hjá Veiðiflugumí dag Veiði Mikið rætt um verðhækkanir veiðileyfa Veiði Tíu risaurriðar í Minnivallalæk Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Lagarfljótsormurinn á Animal Planet Veiði Urriðinn mættur við Kárastaði Veiði