Nýjar vikulegar veiðitölur Karl Lúðvíksson skrifar 22. júní 2023 13:19 Helena Steinþórsdóttir með flottan lax úr Urriðafossi Nýjar vikulegar veiðitölur eru uppfærðar á vef Landssambands veiðifélaga alla fimmtudaga og það er ánægjulegur lestur í þeim tölum þessa dagana. Tímabilið fer ágætlega af stað í flestum ánum og fréttir vikunnar bera til dæmis með sér að Rangárnar séu báðar að fara vel af stað en þær eru að öllu jöfnu alltaf efstar eða ofarlega á listanum yfir aflahæstu laxveiðiár hvers sumars. Hítará er að fara mjög vel af stað og samkvæmt okkar heimildum er töluvert af laxi í Kverkinni og á Breiðunni. Blanda er að koma betur út en í fyrra en veiðimaður sem landaði 110 sm laxi þar í gær var kominn með aðra sjö fiska á sína stöng sem verður að teljast góðar fréttir miðað við gang mála í fyrra. Borgarfjarðarárnar eru líklega að fara á skrið þar sem þær fá flestar sínar bestu göngur seinna júní stórstreyminu og þá verður gaman að sjá hvernig vikutölur þróast. Topp fimm listinn yfir aflahæstu árnar er þessi: 1. Urriðafoss - 160 laxar 2. Norðurá - 128 laxar 3. Þverá/Kjarrá - 77 laxar 4. Brennan - 28 laxar 5. Haffjarðará - 28 laxar Listann í heild sinni má finna hér. Stangveiði Mest lesið Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði 16 laxar komnir úr Elliðaánum Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Skemmtilegur tími framundan í Varmá Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði
Tímabilið fer ágætlega af stað í flestum ánum og fréttir vikunnar bera til dæmis með sér að Rangárnar séu báðar að fara vel af stað en þær eru að öllu jöfnu alltaf efstar eða ofarlega á listanum yfir aflahæstu laxveiðiár hvers sumars. Hítará er að fara mjög vel af stað og samkvæmt okkar heimildum er töluvert af laxi í Kverkinni og á Breiðunni. Blanda er að koma betur út en í fyrra en veiðimaður sem landaði 110 sm laxi þar í gær var kominn með aðra sjö fiska á sína stöng sem verður að teljast góðar fréttir miðað við gang mála í fyrra. Borgarfjarðarárnar eru líklega að fara á skrið þar sem þær fá flestar sínar bestu göngur seinna júní stórstreyminu og þá verður gaman að sjá hvernig vikutölur þróast. Topp fimm listinn yfir aflahæstu árnar er þessi: 1. Urriðafoss - 160 laxar 2. Norðurá - 128 laxar 3. Þverá/Kjarrá - 77 laxar 4. Brennan - 28 laxar 5. Haffjarðará - 28 laxar Listann í heild sinni má finna hér.
Stangveiði Mest lesið Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði 16 laxar komnir úr Elliðaánum Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Skemmtilegur tími framundan í Varmá Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði