Viðskipti innlent

Hagavagninn risinn úr öskunni

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Hagavagninn er ferskari í útliti eftir breytingarnar.
Hagavagninn er ferskari í útliti eftir breytingarnar. vísir/kristín

Hamborgarastaðurinn Hagavagninn hefur hafið rekstur á ný eftir miklar endurbætur í kjölfar eldsvoða.

Þann 22. janúar varð staðurinn illa úti í eldsvoða sem talið er hafa kviknað út frá djúpsteikingarpotti. 

Nú, fjórum mánuðum síðar er staðurinn stærri og ferskari en fyrir brunann, eins og sjá má. Jóhann Guðlaugsson eigandi staðarins er himinlifandi með nýja útlitið.

„En það eru bara sömu gömlu börgerarnir,“ segir Jóhann. „Þetta var auðvitað mikið reiðarslag þessi bruni, en nú erum við bara fegnir að vera komnir aftur í að grilla.“

„Þetta tók aðeins lengri tíma en við reiknuðum með. Það er alltaf eitthvað sem gerist í svona ferli, í mörg horn að líta.“

Staðurinn var opnaður árið 2018. Óhætt er að segja að opnunin hafi gengið vel þegar viðskiptavinir þurftu margir hverjir frá að hverfa á vegna þess að hamborgararnir, og annað hráefni, kláruðust fyrr en áætlað var

Í upphaflegum eigendahópi Hagavagnsins voru, ásamt Jóhanni og fyrrverandi eiginkonu hans Rakel Þórhallsdóttur, rapparinn Emmsjé Gauti. Gauti seldi hlut sinn í staðnum árið 2020. 

Huggulegt. vísir/kristín
Staðurinn er nokkuð stærri nú og býður upp á að fleiri geti setið inni.vísir/kristín





Fleiri fréttir

Sjá meira


×