Veiðar hefjast í Þjórsá 1. júní Karl Lúðvíksson skrifar 19. maí 2023 08:55 Harpa Hlín Þórðardóttir einn eiganda Iceland Outfitters verður örruglega við bakkann við opnun Urriðafoss í Þjórsá Mynd: IO Eftir tólf daga hefst laxveiðisumarið 2023 og það er ekki seinna vænna því veiðimenn og veiðikonur landsins bíða spennt. Veturinn fyrir veiðimenn og veiðikonur getur verið lengi að líða en þrátt fyrir að stangveiði hafi hafist 1. apríl er stóri dagurinn í veiðinni á Íslandi alltaf fyrsti dagur í laxi. Fyrst ánna til að opna verður Þjórsá en þá hefst veiði í Urriðafossi sem er líklega gjöfulasta veiðisvæði landsins per stöng en veiðin þar í fyrra var sem dæmi 983 laxar á fjórar stangir. Það bíða margir spenntir eftir fréttum af fyrsta veiðideginum í Þjórsá því það gefur alltaf ákveðnar væntingar í sumarið og þá sérstaklega hlutfall tveggja ára laxa sem veiðast fyrstu dagana. Árið í fyrra var heilt yfir á landinu ekki gott hvað varðar veiði á tveggja ára laxi svo vonir eru bundnar við að þetta ár verði betra. Eins eru spámenn farnir að krossa fingur um að árið verið betra en síðustu veiðiár sem hafa ekki verið mikið yfir meðalveiði, með undantekningum þó, en síðast stóra veiðiárið var 2015 þegar flestar ár á landinu voru að skila margar hverjar meira en tvöfaldri veiði meðalárs. Það má lengi vona. Stangveiði Mest lesið Tveir laxar á land við opnun í Hrútafjarðará Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út Veiði Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Elliðaárnar opnuðu með athöfn í morgun Veiði Flott opnun í Eystri Rangá Veiði Níu dagar í að gæsaveiðin hefjist Veiði Nýjasti þátturinn af Árbakkanum Veiði 64 sm bleikja úr Hlíðarvatni Veiði
Veturinn fyrir veiðimenn og veiðikonur getur verið lengi að líða en þrátt fyrir að stangveiði hafi hafist 1. apríl er stóri dagurinn í veiðinni á Íslandi alltaf fyrsti dagur í laxi. Fyrst ánna til að opna verður Þjórsá en þá hefst veiði í Urriðafossi sem er líklega gjöfulasta veiðisvæði landsins per stöng en veiðin þar í fyrra var sem dæmi 983 laxar á fjórar stangir. Það bíða margir spenntir eftir fréttum af fyrsta veiðideginum í Þjórsá því það gefur alltaf ákveðnar væntingar í sumarið og þá sérstaklega hlutfall tveggja ára laxa sem veiðast fyrstu dagana. Árið í fyrra var heilt yfir á landinu ekki gott hvað varðar veiði á tveggja ára laxi svo vonir eru bundnar við að þetta ár verði betra. Eins eru spámenn farnir að krossa fingur um að árið verið betra en síðustu veiðiár sem hafa ekki verið mikið yfir meðalveiði, með undantekningum þó, en síðast stóra veiðiárið var 2015 þegar flestar ár á landinu voru að skila margar hverjar meira en tvöfaldri veiði meðalárs. Það má lengi vona.
Stangveiði Mest lesið Tveir laxar á land við opnun í Hrútafjarðará Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út Veiði Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Elliðaárnar opnuðu með athöfn í morgun Veiði Flott opnun í Eystri Rangá Veiði Níu dagar í að gæsaveiðin hefjist Veiði Nýjasti þátturinn af Árbakkanum Veiði 64 sm bleikja úr Hlíðarvatni Veiði