Fín vorveiði í Vatnsdalsá Karl Lúðvíksson skrifar 5. maí 2023 10:51 Flottur sjóbirtingur úr opnun Vatnsdalsár Vorveiðin getur oft verið mjög skemmtileg og þrátt fyrir að veðrið geti verið mjög breytilegt kemur það ekki í veg fyrir góðar veiðitölur. Vatnsdalsá hefur verið opin í nokkra daga og veiðin þar hefur farið afskaplega vel af stað. Fyrsta hollið sem var við veiðar var búið að fá um það bil 80 fiska á sex stangir á tveimur dögum þrátt fyrir að það hafi verið kalt í veðri. Straumflugur voru að gefa bestu veiðina og sú fluga sem stendur upp úr í aflabrögðum er Rektorinn í útgáfu frá Reiði Öndinni. Það hlýnar vonandi aðeins næstu daga sem á bara eftir að gera veiðina betri ef það er þá hægt eftir svona flotta byrjun. Stangveiði Mest lesið Nýjasti þátturinn af Árbakkanum Veiði Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Tveir laxar á land við opnun í Hrútafjarðará Veiði 98 sm lax úr Miðfjarðará Veiði Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði Vatnsá og Skógará seinar í gang Veiði Góð opnun í Þverá og Kjarrá Veiði Flott opnun í Eystri Rangá Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði
Vatnsdalsá hefur verið opin í nokkra daga og veiðin þar hefur farið afskaplega vel af stað. Fyrsta hollið sem var við veiðar var búið að fá um það bil 80 fiska á sex stangir á tveimur dögum þrátt fyrir að það hafi verið kalt í veðri. Straumflugur voru að gefa bestu veiðina og sú fluga sem stendur upp úr í aflabrögðum er Rektorinn í útgáfu frá Reiði Öndinni. Það hlýnar vonandi aðeins næstu daga sem á bara eftir að gera veiðina betri ef það er þá hægt eftir svona flotta byrjun.
Stangveiði Mest lesið Nýjasti þátturinn af Árbakkanum Veiði Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Tveir laxar á land við opnun í Hrútafjarðará Veiði 98 sm lax úr Miðfjarðará Veiði Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði Vatnsá og Skógará seinar í gang Veiði Góð opnun í Þverá og Kjarrá Veiði Flott opnun í Eystri Rangá Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði