Eldri hjón fengu ekki að innrita sig þótt þrír tímar væru í flugið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. apríl 2023 11:57 Hjónin komust aldrei í námunda við brottfararhliðin. Þau mættu í innritun en var tjáð að henni væri lokið. Þau kæmust ekki til Vínarborgar. vísir/Vilhelm Eldri hjón fá engar bætur frá Wizz air eftir að hafa misst af flugi með flugfélaginu frá Keflavík til Vínarborgar í apríl í fyrra. Þau fengu ekki að innrita sig þótt tæplega þrjár klukkustundir væru í auglýst flugtak. Forsaga málsins er sú að hjónin áttu bókað flug klukkan 18:40. Upp úr hádegi barst SMS frá Wizz air um að seinkun á brottför um rúmlega tvær klukkustundir. Fyrir vikið mættu eldri hjónin ekki á Keflavíkurflugvöll fyrr en upp úr klukkan 18. Var þeim þá tjáð af starfsmanni Airport Associates, fulltrúa Wizz Air á vellinum, að innritun væri lokið. Þau fengju ekki að fara um borð. Tölvan sagði nei Ekki dugði að rökræða við starfsmanninn sem svaraði því til að tölvan segði nei. Hann gæti ekki skráð þau um borð. Sonur hjónanna, sem hafði fylgt þeim á flugvöllinn vegna búsetu í næsta nágrenni við flugvöllinn, sá með hjálp FlightRadar að enn voru tvær klukkustundir í að vélin lenti í Keflavík. Áður en hún flygi aftur til Vínar. Það skipti engu máli og þurftu hjónin frá að hverfa. Sonurinn sendi erindi til Wizz air vegna málsins og í framhaldi til Samgöngustofu og lýsti furðu sinni á framkomunni. Samgöngustofa gekk á eftir svörum frá Wizz air og fékk svar mánuði síðar. Þar sagði Wizz air að fólkið ætti engan rétt á bótum þar sem seinkun á fluginu hefði verið innan við þrjár klukkustundir. Samgöngustofa benti þá á að kvörtunin sneri að neitun á fari, ekki seinkun. Wizz Air svaraði fimm vikum síðar og óskaði eftir frekari upplýsingum. Samgöngustofa ítrekaði svo beiðni um svör frá Wizz air í þrjú skipti þar til svar barst loks þann 31. janúar 2023 eða níu mánuðum eftir flugferðina. Þar hafnaði Wizz air bótakröfunni og benti á skyldu fólksins til að innrita sig 45 mínútum fyrir auglýstan brottfarartíma. Kröfu um bætur hafnað Í úrskurði Samgöngustofu er fallist á sjónarmið Wizz air. Farþegum beri að innrita sig eigi síðar en 45 mínútum fyrir auglýstan brottfarartíma sem var 18:40. Í skilmálum Wizz air segi að innritun ljúki 30 mínútum fyrir upprunalega áætlaðan brottfarartíma. Fólkið hafi vissulega fengið skilaboð um breyttan brottfarartíma en ekki breyttan inn innritunartíma. Samgöngustofa segir að þar sem engin slík tilkynning hafi borist hafi farþegunum borið að mæta til innritunar á upprunalegum og tilkynntum innritunartíma óháð skilaboðum sem gáfu til kynna seinkun á brottför. Kröfu hjónanna um bætur var því hafnað. Sonur hjónanna lýsti yfir vonbrigðum með viðbrögð Wizz air. Litli maðurinn hefði orðið undir í baráttu við stóra fyrirtækið. Þá hélt hann því fram, og hafði eftir vini sem starfi á Keflavíkurflugvelli, að fámenni í starfsliði hjá Airport Associates hefði verið ástæðan að þau hefðu drifið sig í að loka innritun. Til að geta sinnt innritun í annað flug. Tengd skjöl ÚrskurðurSGSPDF190KBSækja skjal Fréttir af flugi Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Neytendur Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sjá meira
Forsaga málsins er sú að hjónin áttu bókað flug klukkan 18:40. Upp úr hádegi barst SMS frá Wizz air um að seinkun á brottför um rúmlega tvær klukkustundir. Fyrir vikið mættu eldri hjónin ekki á Keflavíkurflugvöll fyrr en upp úr klukkan 18. Var þeim þá tjáð af starfsmanni Airport Associates, fulltrúa Wizz Air á vellinum, að innritun væri lokið. Þau fengju ekki að fara um borð. Tölvan sagði nei Ekki dugði að rökræða við starfsmanninn sem svaraði því til að tölvan segði nei. Hann gæti ekki skráð þau um borð. Sonur hjónanna, sem hafði fylgt þeim á flugvöllinn vegna búsetu í næsta nágrenni við flugvöllinn, sá með hjálp FlightRadar að enn voru tvær klukkustundir í að vélin lenti í Keflavík. Áður en hún flygi aftur til Vínar. Það skipti engu máli og þurftu hjónin frá að hverfa. Sonurinn sendi erindi til Wizz air vegna málsins og í framhaldi til Samgöngustofu og lýsti furðu sinni á framkomunni. Samgöngustofa gekk á eftir svörum frá Wizz air og fékk svar mánuði síðar. Þar sagði Wizz air að fólkið ætti engan rétt á bótum þar sem seinkun á fluginu hefði verið innan við þrjár klukkustundir. Samgöngustofa benti þá á að kvörtunin sneri að neitun á fari, ekki seinkun. Wizz Air svaraði fimm vikum síðar og óskaði eftir frekari upplýsingum. Samgöngustofa ítrekaði svo beiðni um svör frá Wizz air í þrjú skipti þar til svar barst loks þann 31. janúar 2023 eða níu mánuðum eftir flugferðina. Þar hafnaði Wizz air bótakröfunni og benti á skyldu fólksins til að innrita sig 45 mínútum fyrir auglýstan brottfarartíma. Kröfu um bætur hafnað Í úrskurði Samgöngustofu er fallist á sjónarmið Wizz air. Farþegum beri að innrita sig eigi síðar en 45 mínútum fyrir auglýstan brottfarartíma sem var 18:40. Í skilmálum Wizz air segi að innritun ljúki 30 mínútum fyrir upprunalega áætlaðan brottfarartíma. Fólkið hafi vissulega fengið skilaboð um breyttan brottfarartíma en ekki breyttan inn innritunartíma. Samgöngustofa segir að þar sem engin slík tilkynning hafi borist hafi farþegunum borið að mæta til innritunar á upprunalegum og tilkynntum innritunartíma óháð skilaboðum sem gáfu til kynna seinkun á brottför. Kröfu hjónanna um bætur var því hafnað. Sonur hjónanna lýsti yfir vonbrigðum með viðbrögð Wizz air. Litli maðurinn hefði orðið undir í baráttu við stóra fyrirtækið. Þá hélt hann því fram, og hafði eftir vini sem starfi á Keflavíkurflugvelli, að fámenni í starfsliði hjá Airport Associates hefði verið ástæðan að þau hefðu drifið sig í að loka innritun. Til að geta sinnt innritun í annað flug. Tengd skjöl ÚrskurðurSGSPDF190KBSækja skjal
Fréttir af flugi Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Neytendur Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sjá meira