Vorveiðin hálfnuð í Kjósinni Karl Lúðvíksson skrifar 25. apríl 2023 11:50 Rígvænn sjóbirtingur úr Laxá í Kjós Vorveiðin í Laxá í Kjós er mjög eftirsótt og þangað komast færri en vilja enda svæðið vinsælt fyrir þær sakir að vera bæði gjöfult og fiskarnir stórir. Laxá í Kjós er með mjög sterkan sjóbirtingsstofn og það er eiginlega einstakt að sjá jafn sterkan stofn í góðri laxveiðiá en Ísland á nokkrar veiðiár sem búa svo vel. Þeirra á meðal eru til dæmis Víðidalsá, Grímsá og Ytri Rangá svona rétt til að nefna nokkrar. Vorveiðin í Laxá í Kjós hefur verið mjög vinsæl og hafa sömu veiðimennirnir verið að sækja í ánna ár eftir ár. Tímabilið núna er hálfnað og veiðin komin í 220 fiska sem er ljómandi veiði. Sjóbirtingur fer að ganga í Laxá í Kjós um mánaðarmótin júní júlí og veiðistaðir eins og Kársnesfljót verða á þeim tíma bláir af birting. Stangveiði Mest lesið Ytri-Rangá: Tólf stórlaxar upp fyrir Ægissíðufoss! Veiði Snurða á söluþráðinn í Grímsnesinu Veiði Skortur á leiðsögumönnum við laxveiðiárnar Veiði Flottir urriðar að veiðast í Kleifarvatni Veiði Bleikjan horfin úr Hítará? Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Vel mannað kastnámskeið Veiði Rjúpnalausir veiðimenn óska eftir rjúpum Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Sniðug jólagjöf fyrir veiðimenn, göngufólk og golfara Veiði
Laxá í Kjós er með mjög sterkan sjóbirtingsstofn og það er eiginlega einstakt að sjá jafn sterkan stofn í góðri laxveiðiá en Ísland á nokkrar veiðiár sem búa svo vel. Þeirra á meðal eru til dæmis Víðidalsá, Grímsá og Ytri Rangá svona rétt til að nefna nokkrar. Vorveiðin í Laxá í Kjós hefur verið mjög vinsæl og hafa sömu veiðimennirnir verið að sækja í ánna ár eftir ár. Tímabilið núna er hálfnað og veiðin komin í 220 fiska sem er ljómandi veiði. Sjóbirtingur fer að ganga í Laxá í Kjós um mánaðarmótin júní júlí og veiðistaðir eins og Kársnesfljót verða á þeim tíma bláir af birting.
Stangveiði Mest lesið Ytri-Rangá: Tólf stórlaxar upp fyrir Ægissíðufoss! Veiði Snurða á söluþráðinn í Grímsnesinu Veiði Skortur á leiðsögumönnum við laxveiðiárnar Veiði Flottir urriðar að veiðast í Kleifarvatni Veiði Bleikjan horfin úr Hítará? Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Vel mannað kastnámskeið Veiði Rjúpnalausir veiðimenn óska eftir rjúpum Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Sniðug jólagjöf fyrir veiðimenn, göngufólk og golfara Veiði