Viðskipti innlent

Spari­sjóðir skoða sam­einingu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá Norðfirði, þar sem Sparisjóður Austurlands rekur útibú.
Frá Norðfirði, þar sem Sparisjóður Austurlands rekur útibú. Vísir/Vilhelm

Stjórnir Sparisjóðs Höfðhverfinga og Sparisjóðs Austurlands hafa samþykkt að hefja formlegar viðræður um mögulega sameiningu sjóðanna til að skapa grundvöll til sóknar, líkt og það er orðað í fréttatilkynningu frá stjórnum sparisjóðanna

„Með sameiningu munu þeir áfram geta stutt vel við einstaklinga og fyrirtæki á sínum starfssvæðum sem eru aðallega í Eyjafirði og á Austfjörðum. Staða hvors sjóðs um sig er sterk, eiginfjárhlutföll þeirra eru traust sem og lausafjárstaða. Sameining sjóðanna er fyrst og fremst til að skapa grundvöll til stækkunar og sóknar,“ segir í fréttatilkynningunni.

Þar kemur jafn framt fram að stærstu eigendur Sparisjóðs Höfðhverfinga sé KEA og Sænes ehf. en stærstu eigendur Sparisjóðs Austurlands eru ríkissjóður og Fjarðabyggð.

„Gangi sameiningin eftir mun KEA leggja sameinuðum sjóði til umtalsvert nýtt eigið fé á næstu árum til frekari vaxtar. Þannig verður til traustur og vel fjármagnaður sparisjóður,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×