Innlent

Harður á­rekstur við Fjarðar­hraun

Bjarki Sigurðsson skrifar
Gatnamótin sem slysið varð á eru neðst á myndinni.
Gatnamótin sem slysið varð á eru neðst á myndinni. Vísir/Vilhelm

Harður árekstur varð á gatnamótum Reykjanesbrautar og Fjarðarhrauns í Hafnarfirði í gær. Fimm manns voru í tveimur bifreiðum sem skullu saman og voru þau öll flutt til slysadeildar til skoðunar en reyndust lítið slösuð. 

Bifreiðarnar voru mikið skemmdar eftir áreksturinn. Ökumaðurinn sem talinn er hafa valdið árekstrinum er grunaður um ölvun við akstur og var hann vistaður í fangaklefa eftir skoðun á slysadeild. 

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem farið er yfir verkefni gærkvöldsins og næturinnar. 

Manni var komið til bjargar í Vesturbænum þar sem hann lá ósjálfbjarga á grasbala vegna ölvunar. Honum var ekið heim til sín. Tilkynnt var um líkamsárás á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur í nótt og var árásarmaðurinn handtekinn. Árásarþoli var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. 

Tvö innbrot voru framin í nótt, annað í fyrirtæki í Árbænum og hitt í söluturn í Mosfellsbæ. Ekki kemur fram í dagbók lögreglu hversu miklu eða hverju var stolið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×