Neytendur

Keypti kvöld­mat fyrir heila viku á rúmar sex þúsund krónur

Árni Sæberg skrifar
Katrín Björk er naglafræðingur og hefur einnig haslað sér völl á samfélagsmiðlinum Youtube.
Katrín Björk er naglafræðingur og hefur einnig haslað sér völl á samfélagsmiðlinum Youtube. Bylgjan

Katrín Björk Birg­is­dótt­ir keypti á dögunum hráefni í kvöldmat fyrir fjögurra manna fjölskyldu í heila viku fyrir litlar 6.500 krónur. Hún segir heilan kjúkling vera góð kaup og að mikilvægt sé að hafa í huga að ekki þarf að hafa heitan mat á hverju einasta kvöldi.

Katrín Björk hefur vakið mikla athygli fyrir myndskeið sem hún birti á Youtube-rás sinni á dögunum. Þar sýnir hún fylgjendum sínum hvernig hún fæðir heila fjölskyldu í heila viku fyrir aðeins um 6.500 krónur. Hún settist niður með þáttastjórnendum Reykjavík síðdegis í dag og lýsti því hvernig hún fer að því.

Hún segir að fjölskyldan eyði að jafnaði tuttugu þúsund krónum í mat á viku og að hún og maðurinn hennar eldi sér mat heima til þess að borða í hádegismat í vinnunni. Drengirnir hennar tveir fái mat í skólanum.

Þegar kemur að kvöldmatnum segir Katrín Björk að hún skipuleggi vikuna vel fram í tímann og kaupi inn með það að markmiði að matvæli nýtist í margar máltíðir.

Þannig lýsir hún því að í vikunni, þegar hún eyddi aðeins 6.500 krónum í kvöldmatinn, hafi hún keypt heilan kjúkling, um 1750 grömm að þyngd, og nýtt hann í þrjár máltíðir.

Fyrsta kvöldið eldaði hún hefðbundinn ofneldaðan kjúkling með tilheyrandi, kvöldið eftir kjúklingavefjur og þriðja kvöldið kjúklingasúpu. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×