Eitthvað laust af góðum veiðileyfum Karl Lúðvíksson skrifar 8. febrúar 2023 09:57 Það styttist hratt í veiðisumarið Karl Lúðvíksson Laxveiðimenn eru þessa dagana að bóka komandi sumar og þrátt fyrir einhverjar verðhækkanir gengur vel að selja veiðileyfi. Það er engu að síður eitthvað laust af skemmtilegum veiðileyfum í nokkrum ám en margar þeirra eru fullbókaðar og gott betur. Það er sem dæmi erfitt að komast að í Miðfjarðará, Laxá á Ásum, Þverá/Kjarrá, Grímsá, Laxá í Dölum og Laxá í Kjós sem dæmi en þeir hafa haldið sínum föstu viðskiptavinum afskaplega vel. Þar fer saman góð veiði og toppþjónusta í veiðihúsum. Rangárnar eru að sama skapi svo til fullbókaðar á besta tímanum og þar komast færri að en vilja. Þær eru báðar fastagestir á listanum yfir aflahæstu ár landsins svo það er ekkert skrítið að veiðimenn sæki í þær. Félagar hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur eru að fá sínar úthlutanir um þessar mundir og það sem verður eftir af veiðileyfum fer eftir það í almenna sölu á vefnum hjá félaginu. Úthlutun veiðileyfa í Elliðaárnar stendur nú yfir en þar er að venju mikil spenna eftir því að sjá hvort veiðimenn hafi fengið þá daga sem þeir sóttu um. Júlí selst alltaf upp og ágúst fer yfirleitt langt með það líka en það eru þó yfirleitt alltaf einhverjir dagar í ágúst og september sem eru lausir og þegar það fer í almenna sölu eru þeir fljótir að fara. Stangveiði Mest lesið Fyrsta rjúpnahelgin að baki Veiði Fyrsti laxarnir komnnir úr Kjósinni og Eystri Rangá Veiði Heldur rólegt á fyrsta veiðideginum í Elliðavatni Veiði Vikuveiðin í laxveiðiánum og lokatölur víða Veiði Frábær veðurspá fyrsta veiðidaginn Veiði Hugsar þú vel um veiðibúnaðinn? Veiði Góðir kostir í veiðileyfum um helgina Veiði 160 urriðar í opnunarhollinu í Laxá í Mývatnssveit Veiði Þegjandi á Harley Davidsson í Laugakvörn Veiði Stórir sjóbirtingar að sýna sig í Varmá Veiði
Það er engu að síður eitthvað laust af skemmtilegum veiðileyfum í nokkrum ám en margar þeirra eru fullbókaðar og gott betur. Það er sem dæmi erfitt að komast að í Miðfjarðará, Laxá á Ásum, Þverá/Kjarrá, Grímsá, Laxá í Dölum og Laxá í Kjós sem dæmi en þeir hafa haldið sínum föstu viðskiptavinum afskaplega vel. Þar fer saman góð veiði og toppþjónusta í veiðihúsum. Rangárnar eru að sama skapi svo til fullbókaðar á besta tímanum og þar komast færri að en vilja. Þær eru báðar fastagestir á listanum yfir aflahæstu ár landsins svo það er ekkert skrítið að veiðimenn sæki í þær. Félagar hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur eru að fá sínar úthlutanir um þessar mundir og það sem verður eftir af veiðileyfum fer eftir það í almenna sölu á vefnum hjá félaginu. Úthlutun veiðileyfa í Elliðaárnar stendur nú yfir en þar er að venju mikil spenna eftir því að sjá hvort veiðimenn hafi fengið þá daga sem þeir sóttu um. Júlí selst alltaf upp og ágúst fer yfirleitt langt með það líka en það eru þó yfirleitt alltaf einhverjir dagar í ágúst og september sem eru lausir og þegar það fer í almenna sölu eru þeir fljótir að fara.
Stangveiði Mest lesið Fyrsta rjúpnahelgin að baki Veiði Fyrsti laxarnir komnnir úr Kjósinni og Eystri Rangá Veiði Heldur rólegt á fyrsta veiðideginum í Elliðavatni Veiði Vikuveiðin í laxveiðiánum og lokatölur víða Veiði Frábær veðurspá fyrsta veiðidaginn Veiði Hugsar þú vel um veiðibúnaðinn? Veiði Góðir kostir í veiðileyfum um helgina Veiði 160 urriðar í opnunarhollinu í Laxá í Mývatnssveit Veiði Þegjandi á Harley Davidsson í Laugakvörn Veiði Stórir sjóbirtingar að sýna sig í Varmá Veiði