Veiði

Nýr framkvæmdastjóri SVFR

Karl Lúðvíksson skrifar
Ingimundur Bergson nýr framkvæmdastjóri SVFR tekur hér við lyklum frá Sigþóri Gunnlaugssyni fráfarandi framkvæmdastjóra
Ingimundur Bergson nýr framkvæmdastjóri SVFR tekur hér við lyklum frá Sigþóri Gunnlaugssyni fráfarandi framkvæmdastjóra

Síðasti vinnudagur Sigurþórs Gunnlaugssonar sem framkvæmdastjóra SVFR var í gær.

Hann heldur á vit nýrra ævintýra eftir um fjögurra ára starf og óskar SVFR  honum alls hins besta í nýjum verkefnum. Ingimundur Bergsson tekur við starfi framkvæmdastjóra SVFR, en hann hefur undanfarin misseri verið skrifstofustjóri félagsins og gegnt lykilhlutverki í sölu og þjónustu við félagsmenn.

„Það er mikil eftirsjá í Sissó, sem skilur við félagið í góðri stöðu eftir mikla vinnu undanfarin ár. Hann hefur tekist á við krefjandi verkefni af lipurð og festu, treyst stöðu SVFR og síðustu tvö rekstrarár eru þau bestu í sögu félagsins. Ég vil færa honum mínar innilegustu þakkir fyrir frábært samstarf og óska honum alls hins besta,“ segir Jón Þór Ólason, formaður SVFR.

Ingimund þekkja félagsmenn SVFR og aðrir veiðimenn vel. Hann er viðskiptafræðingur að mennt og hefur mikla reynslu úr veiðiheiminum. Hann er upphafsmaður og stofnandi Veiðikortsins, hefur komið að útgáfu veiðitímarita um árabil og þekkir vel til reksturs SVFR.

„Ingimundur er mikill fengur fyrir SVFR og ég vil bjóða hann velkominn til starfa sem framkvæmdastjóra félagsins. Hann býr að gríðarlegri reynslu, þekkingu og þjónustulund sem mun nýtast félagsmönnum vel. Hann hefur sett mikið mark á skrifstofu SVFR á undanförnum árum og ég hlakka til að sjá hann í nýju hlutverki,“ segir Jón Þór.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.