Innherji

Ís­lenskir fjár­festar leggja Al­vot­ech til um tuttugu milljarða króna

Hörður Ægisson skrifar
Hlutabréf Alvotech, sem voru færð yfir á Aðalmarkað í desember, hafa hækkað mikið í verði á síðustu vikum. Markaðsvirði félagsins er í dag um 475 milljarðar.
Hlutabréf Alvotech, sem voru færð yfir á Aðalmarkað í desember, hafa hækkað mikið í verði á síðustu vikum. Markaðsvirði félagsins er í dag um 475 milljarðar. Vísir/Vilhelm

Íslenska líftæknilyfjafyrirtækið Alvotech, verðmætasta félagið í Kauphöllinni, hefur klárað lokað hlutafjárútboð sem var beint að innlendum fjárfestum fyrir jafnvirði um 19,6 milljarða króna, en tæplega þriðjungur þeirrar upphæðar kemur frá lífeyrissjóðum. Forstjóri Alvotech segir „mjög ólíklegt“ að bandaríska lyfjaeftirlitið muni koma með þannig athugasemdir í endurúttekt sinni á verksmiðju félagsins að einhverjar tafir verði á að það fái samþykkt markaðsleyfi vestanhafs 1. júlí næstkomandi fyrir sitt stærsta lyf.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×