Innlent

Páll Magnússon stýrir Sprengisandi: Heilbrigðismál, pólitíkin og auðvitað handbolti

Árni Sæberg skrifar
Páll Magnússon er öllum hnútum kunnugur þegar kemur að fjölmiðlun. Í dag reynir hann fyrir sér á Sprengisandi í fjarveru Kristjáns Kristjánssonar.
Páll Magnússon er öllum hnútum kunnugur þegar kemur að fjölmiðlun. Í dag reynir hann fyrir sér á Sprengisandi í fjarveru Kristjáns Kristjánssonar. Vísir/Vilhelm

Páll Magnússon stýrir Sprengisandi þennan sunnudagsmorguninn. Fyrsti gestur hans verður Kári Stefánsson og þeir munu ræða allt mögulegt.

Þeir Páll og Kári munu meðal annars ræða heilbrigðismálin, ofskynjunarsveppi og Covid-19 sjúkdóminn.

Næstar á svið verða þær Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, og Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar. Miðað við kannanir munu flokkar þeirra berjast um að verða stærsti flokkur landsins í næstu Alþingiskosningum.

Að lokum verður fjallað um handboltann. Rætt verður við Janus Daða Smárason sem staddur er í Þýskalandi ásamt karlalandsliði Íslands í handbolta að undirbúa þátttöku á heimsmeistaramóti. Þá verður einnig rætt við móður hans, Guðrúnu Herborgu Hergeirsdóttur, og móðurbróður, Grím Hergeirsson. Þar verður sannkölluð handboltafjölskylda á ferð.

Sprengisand má heyra á Bylgjunni og sjá á Stöð 2 Vísi í spilaranum hér að neðan:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×