Innlent

Leigu­bíl­stjórar munu leggja niður störf á mánu­dag og þriðju­dag

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra telur um 400 félagsmenn auk samstöðu annarra félagsmanna
Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra telur um 400 félagsmenn auk samstöðu annarra félagsmanna

Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra lýsir áhyggjum af þeirri stöðu sem upp kann að koma verði frumvarp um breytingu á lögum um leigubifreiðar, sem nú er til afgreiðslu hjá Alþingi, samþykkt óbreytt.

Félagið telur um 400 félagsmenn auk samstöðu annarra félagsmanna. 

Í yfirlýsingu kemur fram að félagið ætli að ekki sé hlustað á þau aðvörunarorð sem forsvarsmenn félagsins hafa ítrekað við stjórnvöld.

„Félagið harmar að ekki sé hlustað á þá er eiga mest undir breytingunum, það eru starfandi leigubifreiðastjórar, afleysingafólk leigubifreiða og fjölskyldur þeirra,“

segir jafnframt í yfirlýsingunni.

Þá kemur fram að félagsmenn B.Í.L.S. muni um komandi helgi verða með lágmarksþjónustu og þá munu félagsmenn leggja niður störf í tvo sólarhringa frá og með mánudeginum 19. desember kl.07:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×