„Íslendingar eru algjörir bruðlarar“ Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 17. desember 2022 07:37 Fiskikóngurinn og pottasölumaðurinn Kristján Berg Ásgeirsson. Vísir/Vilhelm Nú þegar kuldakast ríður yfir landið og sundlaugum hefur verið lokað til að spara heitt vatn hefur umræða um notkun heitra potta á heimilum sprottið upp á samfélagsmiðlum. Fiskikóngurinn og einn helsti pottasölumaður landsins, Kristján Berg Ásgeirsson segir Íslendinga gjarnan bruðla með heitt vatn. Mörg tonn af vatni fari í notkun á hitaveitupottum. Árið í fyrra var metsöluár hjá Kristjáni en hann segir mikinn meirihluta heitra potta á Íslandi vera hitaveitupotta. Sjálfur selji hann helst rafmagnspotta sem séu ódýrari í rekstri en hitaveitupottar. Þar að auki noti þeir mikið minna vatn. „Þú mátt alveg búast við því að það fari þrjú tonn af vatni í eina pottaferð ef potturinn er eitt og hálft tonn. Þú ert kannski hálftíma í pottinum og svo náttúrulega ef þú lætur ekki renna í hann þá kólnar vatnið þannig þú þarft alltaf að láta renna og renna í hann. Þannig ég hugsa að það fari alveg minnsta kosti tvö tonn, þrjú tonn ef þú ert alveg klukkutíma,“ segir Kristján um hitaveitupotta en bætir því við að í þá fari bæði heitt og kalt vatn. 36 tonn af vatni yfir einn mánuð Kristján segir fimmtán til tuttugu þúsund hitaveitupotta vera á Íslandi en að meðaltali fari þrjú tonn af vatni í pottana í hvert skipti sem þeir séu notaðir. „Segjum bara að fólk fari að meðaltali þrisvar í pottinn á viku. Þrisvar sinnum þrjú tonn af vatni, það eru níu tonn af vatni á viku, sinnum fjórir. Þá notar hitaveitupottur 36 tonn af vatni yfir einn mánuð á meðan rafmagnspottur notar 1,5 tonn af vatni,“ segir Kristján. Hann nefnir að sumir tæmi ekki úr pottunum og láti renna í þá allan sólarhringinn, þá séu vatnstonnin mikið fleiri. „Sumir láta bara renna alveg stanslaust í hann, það er svo misjafnt hvernig fólk er með þetta. Íslendingar eru algjörir bruðlarar, það er bruðlað með allt.“ Ekkert betra en að sitja í pottinum með fjölskyldu Aðspurður hvort virkileg þörf sé á öllum þessum heitu pottum á heimilum fólks segir Kristján pottana að sjálfsögðu vera munaðarvöru. „Það er ekki nauðsynlegt en það er fátt betra heldur en að sitja úti í köldu veðri eins og núna með fjölskyldunni og spjalla. Ég meina, er nauðsynlegt að kaupa sér síma á tveggja ára eða eins árs fresti? Þarna slekkurðu á símanum, sjónvarpinu og útvarpinu, ferð út og ég held það sé svona eini tíminn sem þú ræðir virkilega við konuna og krakkana þína, það er í heita pottinum á kvöldin,“ segir Kristján. Þannig þú myndir ekki segja að Íslendingar væru of mikið í þessu miðað við hversu margar sundlaugar og baðaðstöður við erum með nú þegar? „Nei. Ég myndi segja að þetta væri kannski það eina rétta sem Íslendingar væru að gera í heiminum, það er að fara í heita pottinn, njóta lífsins. Þetta er ódýr skemmtun, þægileg. Segjum bara að ein heita potts ferð kosti þúsund kall eða tvö þúsund kall eða eitthvað. Það er alveg peningana virði að borga það til að sitja með fjölskyldunni í geggjuðu umhverfi úti í garði og hafa það næs í hálftíma, klukkutíma, tvo tíma, það er ekki dýrt. Bíómiði kostar nú bara tvo þúsund kall fyrir einn,“ svarar Kristján. Nota almenningssamgöngur og njóta pottarins Jafnframt segir hann notkun á heitum potti vera eitt það ódýrasta og besta sem fólk geti gert. Það sé gott fyrir líkama og sál. Nauðsynlegt sé þá að vera með nógu góða einangrun til þess að bruðla ekki vatni í hitaveitupottum. „Heitt vatn á Íslandi er ekki óþrjótandi auðlind, það er svona eiginlega kjarni málsins að menn þurfa aðeins að spara, það er ekki til endalaust af heitu vatni,“ segir Kristján. Hann segir ekki dýrt að eiga pott og hvetur fólk til þess að taka frekar strætó í vinnuna, spara bensín og njóta þess að fara í pottinn. „Skrúfa frekar niður í hitanum í tveimur herbergjum og sofa öll í sama herbergi og njóta þess að fara í pottinn,“ segir Kristján í gamni. Orkumál Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Árið í fyrra var metsöluár hjá Kristjáni en hann segir mikinn meirihluta heitra potta á Íslandi vera hitaveitupotta. Sjálfur selji hann helst rafmagnspotta sem séu ódýrari í rekstri en hitaveitupottar. Þar að auki noti þeir mikið minna vatn. „Þú mátt alveg búast við því að það fari þrjú tonn af vatni í eina pottaferð ef potturinn er eitt og hálft tonn. Þú ert kannski hálftíma í pottinum og svo náttúrulega ef þú lætur ekki renna í hann þá kólnar vatnið þannig þú þarft alltaf að láta renna og renna í hann. Þannig ég hugsa að það fari alveg minnsta kosti tvö tonn, þrjú tonn ef þú ert alveg klukkutíma,“ segir Kristján um hitaveitupotta en bætir því við að í þá fari bæði heitt og kalt vatn. 36 tonn af vatni yfir einn mánuð Kristján segir fimmtán til tuttugu þúsund hitaveitupotta vera á Íslandi en að meðaltali fari þrjú tonn af vatni í pottana í hvert skipti sem þeir séu notaðir. „Segjum bara að fólk fari að meðaltali þrisvar í pottinn á viku. Þrisvar sinnum þrjú tonn af vatni, það eru níu tonn af vatni á viku, sinnum fjórir. Þá notar hitaveitupottur 36 tonn af vatni yfir einn mánuð á meðan rafmagnspottur notar 1,5 tonn af vatni,“ segir Kristján. Hann nefnir að sumir tæmi ekki úr pottunum og láti renna í þá allan sólarhringinn, þá séu vatnstonnin mikið fleiri. „Sumir láta bara renna alveg stanslaust í hann, það er svo misjafnt hvernig fólk er með þetta. Íslendingar eru algjörir bruðlarar, það er bruðlað með allt.“ Ekkert betra en að sitja í pottinum með fjölskyldu Aðspurður hvort virkileg þörf sé á öllum þessum heitu pottum á heimilum fólks segir Kristján pottana að sjálfsögðu vera munaðarvöru. „Það er ekki nauðsynlegt en það er fátt betra heldur en að sitja úti í köldu veðri eins og núna með fjölskyldunni og spjalla. Ég meina, er nauðsynlegt að kaupa sér síma á tveggja ára eða eins árs fresti? Þarna slekkurðu á símanum, sjónvarpinu og útvarpinu, ferð út og ég held það sé svona eini tíminn sem þú ræðir virkilega við konuna og krakkana þína, það er í heita pottinum á kvöldin,“ segir Kristján. Þannig þú myndir ekki segja að Íslendingar væru of mikið í þessu miðað við hversu margar sundlaugar og baðaðstöður við erum með nú þegar? „Nei. Ég myndi segja að þetta væri kannski það eina rétta sem Íslendingar væru að gera í heiminum, það er að fara í heita pottinn, njóta lífsins. Þetta er ódýr skemmtun, þægileg. Segjum bara að ein heita potts ferð kosti þúsund kall eða tvö þúsund kall eða eitthvað. Það er alveg peningana virði að borga það til að sitja með fjölskyldunni í geggjuðu umhverfi úti í garði og hafa það næs í hálftíma, klukkutíma, tvo tíma, það er ekki dýrt. Bíómiði kostar nú bara tvo þúsund kall fyrir einn,“ svarar Kristján. Nota almenningssamgöngur og njóta pottarins Jafnframt segir hann notkun á heitum potti vera eitt það ódýrasta og besta sem fólk geti gert. Það sé gott fyrir líkama og sál. Nauðsynlegt sé þá að vera með nógu góða einangrun til þess að bruðla ekki vatni í hitaveitupottum. „Heitt vatn á Íslandi er ekki óþrjótandi auðlind, það er svona eiginlega kjarni málsins að menn þurfa aðeins að spara, það er ekki til endalaust af heitu vatni,“ segir Kristján. Hann segir ekki dýrt að eiga pott og hvetur fólk til þess að taka frekar strætó í vinnuna, spara bensín og njóta þess að fara í pottinn. „Skrúfa frekar niður í hitanum í tveimur herbergjum og sofa öll í sama herbergi og njóta þess að fara í pottinn,“ segir Kristján í gamni.
Orkumál Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“