Viðskipti innlent

Arion banki kaupir þriðjung í Frá­gangi

Bjarki Sigurðsson skrifar
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, og Helgi Pjetur, framkvæmdastjóri Frágangs.
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, og Helgi Pjetur, framkvæmdastjóri Frágangs.

Arion banki hefur keypt þriðjung í nýsköpunarfyrirtækinu Frágangi. Fyrirtækið var stofnað árið 2020 og markmið þess er að gera ökutækjaviðskipti alveg rafræn. 

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, segir að Frágangur sé nú þegar orðinn mikilvægur innviður fyrir bílaviðskipti. Hann hlakkar til að vinna með félaginu. 

„Við hjá Arion banka höfum brennandi áhuga á að einfalda fólki lífið varðandi fjármál og viðskipti. Frágangur er nú þegar orðinn mikilvægur innviður fyrir bílaviðskipti og hlökkum til að vinna með félaginu í áframhaldandi þróun,“ er haft eftir Benedikt í tilkynningu. 

Helgi Pjetur, framkvæmdastjóri Frágangs segist vera afar ánægður með innkomu bankans í hluthafahóp Frágangs. 

„Þessi fjárfesting mun gera okkur kleift að þróa lausnina okkar enn hraðar og hefja frekari markaðssókn hér á Íslandi. Við munum einnig njóta góðs af mikilli reynslu starfsfólks Arion þegar kemur að ökutækjafjármögnun og öðrum ferlum tengdum ökutækjaviðskiptum almennt,“ segir Helgi. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×