Viðskipti innlent

Niceair bætir við sig tveimur á­fanga­stöðum

Atli Ísleifsson skrifar
Niceair flýgur einnig til Tenerife og Kaupmannahafnar.
Niceair flýgur einnig til Tenerife og Kaupmannahafnar. Vísir/Tryggvi Páll

Norðlenska flugfélagið Niceair hefur ákveðið að bæta við tveimur áfangastöðum. Félagið mun fljúga frá Akureyrarflugvelli til bæði Alicante á Spáni og Düsseldorf í Þýskalandi á næsta ári.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Niceair.

Þar segir að milli 16. apríl og 31. maí verði flogið á miðvikudögum til Alicante og 6. maí byrji vikulegt flug til Düsseldorf.

Niceair flýgur auk þess til Tenerife og Kaupmannahafnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×