Erlent

Þrír látnir eftir skotárás í skóla í Bandaríkjunum

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Vitni segja að árásarmaðurinn hafi verið fyrrverandi nemandi í skólanum.
Vitni segja að árásarmaðurinn hafi verið fyrrverandi nemandi í skólanum. AP Photo/Jeff Roberson

Þrír eru látnir og sex særðir eftir skotárás í skóla í Missouri í Bandaríkjunum. Meintur árásarmaður er meðal látinna.

Skotmaðurinn er talinn hafa verið á tvítugsaldri en tengsl hans við skólann eru ekki ljós. Samkvæmt Breska ríkisútvarpinu segja vitni að skotmaðurinn hafi verið fyrrverandi nemandi í skólanum. Á meðan árásinni stóð hafi hann sagt: „Ég er búinn að fá mig fullsaddan af þessum skóla.“

Greint er frá því að árásarmaðurinn hafi gengið inn í skólastofu og spurt nemanda hvort hann væri tilbúinn að deyja. Byssa árásarmannsins stóð á sér og við það náðu nemendur að hlaupa út úr skólanum til móts við lögreglu. Sá sem grunaður er um ódæðið lést eftir skotbardaga við lögregluna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×