Innherji

Innlausnir í hlutabréfasjóðum drifnar áfram af útflæði fjárfesta hjá Akta

Hörður Ægisson skrifar
Kaup almennings á hlutdeildarskírteinum í hlutabréfasjóðum jókst talsvert á árunum 2020 og 2021 og nema eignir heimila í slíkum sjóðum í dag um 46 milljörðum króna borið saman við 20 milljarða í árslok 2019.
Kaup almennings á hlutdeildarskírteinum í hlutabréfasjóðum jókst talsvert á árunum 2020 og 2021 og nema eignir heimila í slíkum sjóðum í dag um 46 milljörðum króna borið saman við 20 milljarða í árslok 2019.

Meirihluti stærstu hlutabréfasjóða landsins hafa horft upp á hreint útflæði fjármagns á árinu samhliða því að fjárfestar flýja áhættusamari eignir á tímum þegar óvissa og miklar verðlækkanir hafa einkennt hlutabréfamarkaði. Úttekt Innherja leiðir í ljós að innlausnir á fyrri árshelmingi voru einkum drifnar áfram af sölu hlutabréfafjárfesta hjá stærsta sjóðnum í stýringu Akta.


Tengdar fréttir

Vísbendingar um að markaðurinn hafi „tekið alltof skarpa dýfu“

Staðan á hlutabréfamarkaði hefur umturnast á síðustu tólf mánuðum. Fyrir um ári mátti sjá merki þess að markaðurinn væri búinn að ofrísa, meðal annars út frá þróun peningamagns í umferð, en núna eru vísbendingar um hið gagnstæða og verðmöt gefa til kynna að meirihluti félaga í Kauphöllinni séu verulega vanmetin, að sögn hlutabréfagreinenda.

Hægir á innlausnum fjárfesta úr innlendum hlutabréfasjóðum

Fjórða mánuðinn í röð dró lítillega úr innlausnum fjárfesta úr íslenskum hlutabréfasjóðum en stöðugt útflæði hefur verið úr slíkum sjóðum, rétt eins og í öðrum verðbréfasjóðum, samtímis miklum óróa og verðlækkunum á mörkuðum á síðustu mánuðum. Frá því í lok febrúar, þegar innrás Rússa hófst í Úkraínu, nemur nettó útflæði úr verðbréfasjóðum samanlagt um 23 milljörðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×