Innherji

Vísbendingar um að markaðurinn hafi „tekið alltof skarpa dýfu“

Hörður Ægisson skrifar
„Flestir bjuggust við miklum hækkunum í kjölfar þess að Ísland færi í Emerging Markets vísitölu FTSE. Þær vonir brustu og braust út mikil taugaveiklun á markaði,“ segir greinandi Jakobsson Capital.
„Flestir bjuggust við miklum hækkunum í kjölfar þess að Ísland færi í Emerging Markets vísitölu FTSE. Þær vonir brustu og braust út mikil taugaveiklun á markaði,“ segir greinandi Jakobsson Capital. VÍSIR/VILHELM

Staðan á hlutabréfamarkaði hefur umturnast á síðustu tólf mánuðum. Fyrir um ári mátti sjá merki þess að markaðurinn væri búinn að ofrísa, meðal annars út frá þróun peningamagns í umferð, en núna eru vísbendingar um hið gagnstæða og verðmöt gefa til kynna að meirihluti félaga í Kauphöllinni séu verulega vanmetin, að sögn hlutabréfagreinenda.


Tengdar fréttir

Gjaldeyrisinnflæðið sem kom ekki þegar íslenskir fjárfestar voru teknir í bólinu

Umfangsmikil sala erlendra fjárfestingarsjóða, sem hafa að undanförnu byggt upp stöður í skráðum félögum hér á landi, til erlendra vísitölusjóða í aðdraganda þess að íslenski hlutabréfamarkaðurinn var færður upp í flokk nýmarkaðsríkja olli því að hlutabréfaverð flestra fyrirtækja í Kauphöllinni lækkaði verulega þegar markaðir lokuðu fyrir helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×