Veiði

Rjúpnaskyttur mjög ósáttar með fyrirkomulag veiða

Karl Lúðvíksson skrifar
Rjúpa
Rjúpa

Umhverfisstofnun hefur sent frá sér tillögur vegna rjúpnaveiða á þessu tímabili og skyttur landsins eru langt frá því að vera ánægðir með þetta fyrirkomulag.

Sami háttur var hafður á haustið 2021 þegar það mátti bara ganga til rjúpna frá hádegi en rökin sem hníga gegn því eru þau að dagurinn verði af þeim sökum mjög stuttur og að skyttur gætu þá teflt á tæpasta vað þegar það þarf að ganga langt til að komast á veiðislóðir. 

Almennt eru rjúpnaskyttur að ganga í þá daga sem þarf til að ná í sinn jólamat og svo hætta langflestir veiðum en þetta fyrirkomulag veldur því að menn þurfa þá í einhverjum tilfellum að fara oftar og það veldur meiri ágangi á sumum svæðum en þörf þykir. Þessi aðferðarfræði til að stuðla að sjálfbærni í stofninum þykir ansi vitlaus og eru harðar umræður meðal rjúpnaveiðimanna að það þurfi að koma til annað úrræði en þetta fyrirkomulag. Annað sem hefur verið bent á er að hvorki Umhverfisstofnun eða löggæslan í landinu hafi mannskap eða yfirsýn yfir það að sjá um eftirlit sem þarf til að sjá til þess að þessum reglum verði framfylgt enda voru ansi margir sem einfaldlega virtu þetta að vettugi í fyrra og það er alveg ljóst að það sama verður uppá teningnum þetta haustið.

Tilkynningin frá UST:

Þriðjudaginn 4. október sendi Umhverfisstofnun tillögur sínar að fyrirkomulagi rjúpnaveiða ársins 2022 til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins.

Við gerð tillagnanna lagði Umhverfisstofnun til grundvallar mat Náttúrufræðistofnunar Íslands á veiðiþoli rjúpnastofnsins fyrir árið 2022. Í mati Náttúrufræðistofnunar kemur m.a. fram að stofninn telji um 297.000 rjúpur og leggur stofnunin áherslu á að afli verði ekki umfram 6 fugla á mann eða 8,8% af veiðistofni (26.000 fuglar).

Tillögur voru lagðar fram að undangengnu samráðsferli við Náttúrufræðistofnun Íslands, Fuglavernd og Skotveiðifélag Íslands og byggja á þremur megin stefum; sölubanni, hvatningarátaki til veiðimanna og styttingu veiðidags sem skilaði árangri á síðasta tímabili.

Umhverfisstofnun leggur til að veiðar verði heimilar sem hér segir:

Nóvember: Frá og með 1. nóvember til og með 30. nóvember - frá og með föstudögum til og með þriðjudögum á því tímabili og að veiðar hefjist á hádegi (21 dagur).

Desember: Frá og með 2. desember til og með 4. desember - frá og með föstudögum til og með þriðjudögum á því tímabili og að veiðar hefjist á hádegi (3 dagar).
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.