Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttir á Stöð 2.
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttir á Stöð 2. Stöð 2

Greiðslubyrði margra fasteignalána hefur næstum tvöfaldast frá því að Seðlabankinn hóf að hækka stýrivexti í maí í fyrra. Bankinn hækkaði stýrivexti í níunda skipti á tímabilinu í morgun. Seðlabankastjóri vonar að hækkunin sé sú síðasta, nú þurfi vinnumarkaðurinn og stjórnvöld að taka við boltanum. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við hagfræðing BSRB í beinni útsendingu.

Þá segjum við frá nýjustu vendingum í Úkraínu. Vladímír Pútín Rússlandsforseti skrifaði í dag formlega undir ólöglega innlimun fjögurra úkraínskra héraða. Úkraínumenn hafa sótt í sig veðrið á svæðinu undanfarna daga og birtu í dag birt myndskeið úr meintum pyntingarklefa Rússa í nýsigruðum bæ í norðausturhluta landsins.

Fleiri en tvö hundruð eru í lyfjameðferð vegna ópíóíðafíknar á Vogi þó að eingöngu sé samningur við ríkið um níutíu sjúklinga. Aldrei hafa fleiri látist hér á landi vegna ofneyslu ópíóíða en í fyrra.

Við fjöllum einnig um glundroða sem skapast hefur í umferð um Tryggvagötu eftir að akstursstefnu var breytt í byrjun vikunnar. Kristján Már færir okkur nýjustu tíðindi frá Sauðárkróki og Magnús Hlynur heimsótti unga og afkastamikla prjónakonu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×