Veiði

Gæsaveiðin gengur vel í rokinu

Karl Lúðvíksson skrifar
Grágæsir mega nú vara sig því veiðimenn hafa vopnbúist og svo er setið fyrir heiðagæsum við vötn, polla og lækjarbakka til heiða.
Grágæsir mega nú vara sig því veiðimenn hafa vopnbúist og svo er setið fyrir heiðagæsum við vötn, polla og lækjarbakka til heiða. mynd/Arnór Þórir Sigfússon

Það eru ekki allir sem kvarta yfir því að fá smá rok og rigningu en þetta er einmitt veður sem gæsaskyttur segja eitt það besta fyrir skotveiði.

Þegar það er logn og bjart er gæsin mjög vör um sig og kemur oft hátt að ökrunum þar sem setið er fyrir þeim. Hún getur tekið nokkra hringi yfir gervigæsirnar og þá má engin skytta hreyfa sig því þá er fuglinn farinn. Þetta getur verið mjög hvimleitt sérstaklega þegar það er mikið af fugli sem sveimar gargandi yfir akrinum utan skotfæris.

Það er þess vegna mikið betra þegar það er smá blástur, má jafnvel vera rok, en þá kemur gæsin oftar en ekki lægra inn upp í vindinn og það er mun minna hik á henni þegar hún fer í gerfigæsirnar. Gæsaskyttur sem vi ðhöfum heyrt frá síðustu daga eru í það minnsta mjög sáttir með að fá gott (vont) veður þessa dagana þegar gæsin er að hópast niður á láglendi í tún og akra í þúsundatali. Margir hafa verið að gera feykna góða veiði en nokkrir hópar sem við höfum heyrt af hafa verið að fá hátt í hundrað gæsir í einu morgunflugi. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.