Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.

Vendingar innan ASÍ, ólga innan Flokks fólksins, staða kvikmyndagerðar og Covid-rannsóknir verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Formaður Verkalýðsfélagins Hlífar er vongóður um að Alþýðusambandið nái vopnum sínum og samstaða náist um nýja forystu.

Heimildir herma að bréf sem oddviti Flokks fólksins á Akureyri skrifaði um flokkssystur sínar sé það sem stjórn flokksins hefur helst til skoðunar.

Frestun fjárfestingarátaks í kvikmyndagerð þýðir einfaldlega færri verkefni, segir forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Fjórða umferð rannsókna á líðan fólks í Covid stendur nú yfir. Vonast er til að niðurstöðurnar gagnist í næsta faraldri.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×