Innlent

Jarðskjálfti 4,9 að stærð reið yfir Norðurland í nótt

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Stærsti skjálftinn mældist 4,9 að stærð.
Stærsti skjálftinn mældist 4,9 að stærð. Veðurstofa Íslands

Jarðskjálfti að stærðinni 4,9 mældist klukkan eina mínútu yfir fjögur í nótt um tólf kílómetra austnorðaustur af Grímsey. Samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands fannst skjálftinn vel á Norðurlandi.

Nokkrir skjálftar yfir þremur og fjórum að stærð fylgdu eftir.

Jarðskjálftahrinur eru algengar á svæðinu og hófst þessi í nótt um klukkan tvö og hafa um tvö hundruð skjálftar mælst í þessari hrinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×