90 laxa holl í Laxá í Dölum Karl Lúðvíksson skrifar 15. ágúst 2022 09:25 Tekist á við lax í Laxá í Dölum Mynd: www.hreggnasi.is Laxá í Dölum er ein af þessum ám sem á oftar en ekki rosalega endaspretti og getur síðsumars og haustveiðin verið ævintýralega góð í henni. Það er alla vega deginum ljósara að áin er að hrökkva í síðsumarsgírinn og veiðitölurnar sýna það svart á hvítu. Holl sem var að ljúka veiðum í gær var með 90 laxa á land á sex stangir í þrjá daga sem er ekkert annað en frábær veiði en við heyrðum í veiðimanni í gær sem var við veiðar í þessu holli og sagði hann, eins og veiðitölur gefa til kynna, að það hefði verið einstaklega gaman við Laxá í gær. Frábært vatn og laxinn í miklu tökustuði. Það er ennþá lax að ganga eftir því sem við fréttum og þess vegna líklega að þessi flotta á eigi mikið inni núna það sem eftir lifir af veiðitímanum. Stangveiði Dalabyggð Mest lesið Norðurá fór í 173 rúmmetra í úrhellinu í nótt Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Tungsten púpur er málið í köldu vatni Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Björgunarvesti fyrir veiðimenn Fish Partner Veiði Norðurá og Blanda bláar af laxi Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði
Það er alla vega deginum ljósara að áin er að hrökkva í síðsumarsgírinn og veiðitölurnar sýna það svart á hvítu. Holl sem var að ljúka veiðum í gær var með 90 laxa á land á sex stangir í þrjá daga sem er ekkert annað en frábær veiði en við heyrðum í veiðimanni í gær sem var við veiðar í þessu holli og sagði hann, eins og veiðitölur gefa til kynna, að það hefði verið einstaklega gaman við Laxá í gær. Frábært vatn og laxinn í miklu tökustuði. Það er ennþá lax að ganga eftir því sem við fréttum og þess vegna líklega að þessi flotta á eigi mikið inni núna það sem eftir lifir af veiðitímanum.
Stangveiði Dalabyggð Mest lesið Norðurá fór í 173 rúmmetra í úrhellinu í nótt Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Tungsten púpur er málið í köldu vatni Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Björgunarvesti fyrir veiðimenn Fish Partner Veiði Norðurá og Blanda bláar af laxi Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði