Erlent

Rekin í gegn af fljúgandi sólhlíf

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Sólhlífar geta verið lífshættulegar ef þær losna úr festingum sínum.
Sólhlífar geta verið lífshættulegar ef þær losna úr festingum sínum. Getty

Strandgestur í Garden City í Suður-Karólínu lést af sárum sínum eftir að sólhlíf sem hafði fokið úr festingu sinni lenti í bringu hennar.

Tamara Willard, dánardómstjóri Horry-sýslu, sagði að vindur hefði feykt sólhlíf úr festingu sinni um 12:40 að staðartíma og lent á hinni 63 ára gömlu Tammy Perreault þar sem hún var stödd á ströndinni í Garden City. 

Perrault hafi látist um klukkutíma síðar á spítala vegna áverka á bringu.

Samkvæmt CPSC, bandarísku nefndinni sem fer fyrir öryggi neysluvara, getur það gerst að sólhlífar losni úr festingum sínum í kröftugum vindi ef þær eru ekki festar nægilega vel. 

Þá segir alríkisstofnunin að um þrjúsund manns slasist árlega vegna sólhlífa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×