Sandá í Þistilfirði komin í gang Karl Lúðvíksson skrifar 26. júlí 2022 11:03 Sandá í Þistilfirði á sinn trygga hóp veiðimanna en eftir að SVFR varð leigutaki að ánni hafa sífellt fleiri fengið tækifæri til að kynnast henni. Hún þykir afskaplega skemmtileg veiðiá og oft á tíðum krefjandi eftir því en það er nákvæmlega það sem dregur veiðimenn að bökkum hennar. Áin er aldeilis hrokkin í gang en í gær var búið að bóka 86 fiska. Síðasta holl var með 23 fiska og hollið þar á undan með 28 fiska. Uppistaðan í veiðinni eru stórfiskar en nokkrir um og yfir 90 cm hafa veiðst þar síðustu daga. Á myndinni sem fylgir fréttinni er Hilmir Víglundsson með lax í yfirstærð sem hann fékk á Fossbrotinu og er það einn af mörgum fiskum sem þeir lönduðu í síðasta holli. Stangveiði Mest lesið Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði Frábær byrjun í Hlíðarvatni Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Rjúpnaveiðar: Boð og bönn á afréttum Veiði Ytri-Rangá yfir 3.000 laxa; tvær vaktir með 161 lax Veiði Laxveiðisumarið það fjórða besta Veiði Laxinn mættur í fleiri ár Veiði
Hún þykir afskaplega skemmtileg veiðiá og oft á tíðum krefjandi eftir því en það er nákvæmlega það sem dregur veiðimenn að bökkum hennar. Áin er aldeilis hrokkin í gang en í gær var búið að bóka 86 fiska. Síðasta holl var með 23 fiska og hollið þar á undan með 28 fiska. Uppistaðan í veiðinni eru stórfiskar en nokkrir um og yfir 90 cm hafa veiðst þar síðustu daga. Á myndinni sem fylgir fréttinni er Hilmir Víglundsson með lax í yfirstærð sem hann fékk á Fossbrotinu og er það einn af mörgum fiskum sem þeir lönduðu í síðasta holli.
Stangveiði Mest lesið Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði Frábær byrjun í Hlíðarvatni Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Rjúpnaveiðar: Boð og bönn á afréttum Veiði Ytri-Rangá yfir 3.000 laxa; tvær vaktir með 161 lax Veiði Laxveiðisumarið það fjórða besta Veiði Laxinn mættur í fleiri ár Veiði