Innlent

Maðurinn sem féll í Brúar­á er látinn

Ellen Geirsdóttir Håkansson og Bjarki Sigurðsson skrifa
Björgunarsveitir hafa verið kallaðar til.
Björgunarsveitir hafa verið kallaðar til. Vísir/Vilhelm Gunnarsson

Björgunarsveitinni barst tilkynning fyrir um hálftíma síðan vegna manns sem hafði fallið í Brúará við Brekkuskóg. Björgunarsveitir eru á leiðinni á staðinn. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þyrla komin á vettvang.

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er einn slasaður á vettvangi og leit að öðrum manni stendur nú yfir. 

Uppfært kl 17:10:

Maðurinn sem hafnaði í ánni var látinn þegar Landhelgisgæslan fann hann og báru endurlífgunartilraunir ekki árangur. 

Viðbragsaðilar eru enn að störfum á vettvangi samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×