Innlent

Skjálftar af stærðinni 4,4 og 4,9 mældust við Bárða­bungu

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Bárðabunga.
Bárðabunga. Vísir

Jarðskjálfti af stærðinni 4,4 mældist í norðanverðri öskju Bárðabungu klukkan 13:32 í dag. Tæplega hálftíma síðar mældist annar skjálfti á svipuðum slóðum sem var 4,9 af stærð. 

Salóme Jórunn Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands sagði engin merki vera um yfirvofandi gos eins og er. 

Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að síðasti skjálfti af þessari stærð hafi mælst í janúar 2020 og þar áður í janúar 2018 en skjálftar af þessari stærð eru ekki óalgengir í Bárðabungu. Frá því að eldgosi í Holuhrauni lauk í febrúar 2015 hafa um 50 slíkir mælst á svæðinu. 

Skjálftakort sem lýsir áhrifasvæði seinni skjálftans.Aðsent/Veðurstofa Íslands



Fleiri fréttir

Sjá meira


×