Innlent

Loka þjóðveginum á kafla í Öræfasveit

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Mikið hvassviðri er í Öræfasveit í dag.
Mikið hvassviðri er í Öræfasveit í dag. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Verið er að loka þjóðvegi 1 milli Reynivalla og Freysness í Öræfasveit vegna hvassviðris, að sögn lögreglunnar á Suðurlandi. 

„Þar er mjög hvasst og eru viðbragðsliðar að aðstoða fólk vegna þessa. Þá eru að minnsta kosti tveir húsbílar mikið skemmdir eftir að hafa fokið og að auki mun vera tjón á húsum við Fjallsárlón. Frekari upplýsingar verða gefnar þegar þær liggja fyrir, meðal annars um það hvenær vegurinn opnar á ný,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×