Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir verður til viðtals í hádegisfréttum Bylgjunnar en hann fundar í dag með fulltrúum hjúkrunarheimila um mögulegar takmarkanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

Þá fjöllum við um úrslit frönsku þingkosninganna sem fram fóru í gær sem eru sögð mikið áfall fyrir Emmanuel Macron forseta enda missti miðjubandalag hans meirihlutann á þingi. 

Einnig verður öngþveiti á flugvöllum Evrópu til umfjöllunar en öllu flugi frá Brussel var til að mynda aflýst í dag. 

Að endingu ræðum við við Reykvíkinga ársins sem renndu fyrir laxi í Elliðaánum í morgun, samkvæmt venju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×